Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21 Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2012 15:11 Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira