Hlaupagoðsögnin Haile Gebrselassie er klár í slaginn fyrir Tókíó-maraþonið sem fram fer á morgun. Flestir af bestu maraþonhlaupurum heims eru mættir og veðurspá eins og hún gerist best.
Gebrselassie þurfti að draga sig úr keppni í hlaupinu á síðasta ári vegna meiðsla. Hann gerir sér vonir um að hlaupa nógu hratt til þess að tryggja sér sæti í Ólympíuliði Eþíópíu í London í sumar.
Gebrselassie sat blaðamannafund í gær ásamt heimamanninum Yuki Kawauchi sem hafnaði afar óvænt í þriðja sæti hlaupsins í fyrra.
Fyrrum heimsmethafinn frá Eþíópíu er á 39 aldursári.
„Ég borða, sef og hleyp. Hlaup eru hluti af lífi mínu. Einn daginn hætti ég að keppa en ég mun aldrei hætta að hlaupa," sagði hlauparinn geðþekki.
„Í 10 þúsund metra hlaupi keppirðu á móti öðrum hlaupurum en í maraþonhlaupi þarftu að sigra vegalengdina," sagði Gebrselassie. Ummælin voru sérstaklega viðeigandi í ljósi þess að kempan hefur þurft að að draga sig úr keppni í síðustu tveimur maraþonhlaupum sínum.
Veðurspáin fyrir morgundaginn hljóðar upp á lítinn vind og hitastig á bilinu 5-8 °C. Frábærar aðstæður fyrir hlaupara.
Boðsgestir á mótinu ásamt besta tíma:Karlar
Haile Gebrselassie (Eþíópía), 2:03:59, 2008 Berlín
Jafred Kipchumba (Kenía), 2:05:48, 2011 Eindhoven
Gilbert Kirwa (Kenía), 2:06:14, 2009 Frankfurt
Michael Kipyego (Kenía), 2:06:48, 2011 Eindhoven
Stephen Kiprotich (Úganda), 2:07:20, 2011 Enschede
Hailu Meikonnen (Eþíópía), 2:07:35, 2011 Tókíó
Oleksander Sitkovskyy (Úkraína), 2:09:26, 2011 Belaya Tserkev
Viktor Rothlin (Sviss), 2:07:23, 2008 Tókíó
Konur
Helena Loshanyang Kirop (Eþíópía), 2:23:37, 2011 Feneyjar
Atsede Habtamu (Eþíópía), 2:24:25, 2011 Berlín
Eyerusalem Kuma (Eþíópía), 2:24:55, 2011 Amsterdam
Tatyana Petrova (Rússland), 2:25:01, 2011 Berlín
Esayias Yeshi (Eþíópía), 2:26:04, 2011 Daegu
Rosaria Console (Ítalía), 2:26:10, 2011 Berlín
Lishan Dula (Barein), 2:26:56, 2011 Rotterdam
Kateryna Stetsenko (Úkraína), 2:27:51, 2010 Dublin
Adriana da Silva (Brasilía), 2:32:30, 2010 Berlín
Gebrselassie klár í slaginn í Tókíó
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Fótboltamaður lést í upphitun
Fótbolti


„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti




Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

„Vilja allir spila fyrir Man United“
Enski boltinn

Chelsea upp í fjórða sætið
Enski boltinn