Ástþór ætlar aftur í framboð - hélt blaðamannafund á heimili sínu 2. mars 2012 16:49 Ástþór Magnússon hélt blaðamannafund á heimili sínu klukkan fjögur í dag þar sem hann tilkynnti formlega um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar í vor. Þetta er í þriðja skiptið sem Ástþór býður sig fram til embættisins. Tilkynningu Ástþórs má lesa hér að neðan.Mér er sagt að í eldhúsum landsmanna sé mikið rætt um forsetakosningar og hvort ég bjóði mig fram. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig eftir vangaveltur sitjandi forseta um framboð á Bessastöðum s.l. mánudag og hvatt mig til framboðs. Ég hef ákveðið að verða við þessum óskum. Framboðið er jafnframt áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Kristján Eldjárn, fv. forseti sagði eitt sinn: "Sjálfur tel ég að 12 ár séu eðlilegur og æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Að erlendri fyrirmynd varð það að tillögu stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá að takmarka hámarkstímalengd einstaklings í forsetaembætti við þrjú kjörtímabili. Fjölmiðlar eru eitt mikilvægasta tækið í nútíma lýðræði. Fjölmiðlar stýra umræðunni og bera þannig mikla ábyrgð á úrslitum kosninga. Nútíma fjölmiðlar flokka frambjóðendur ekki eftir frægð né frændsemi heldur veita kjósendum greiðan aðgang að frambjóðendum svo þeir geti kynnt sér menn og málefni í opnu, hlutlausu og lýðræðislegu ferli tímanlega fyrir kosningar. Þótt sitjandi forseti hafi að einhverju leiti bætt ráð sitt eftir að ganga erinda útrásarvíkinga um árabil, hefur þjóðin alla möguleika að velja sér nýjan, hæfan og þrautseigan forseta. Ég býð mig nú fram í þriðja sinn til að virkja Bessastaði, efla lýðræðið og stuðla að friði í heiminum. Nánar um framboðið á heimasíðu Ástþórs, forsetakosningar.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ástþór Magnússon hélt blaðamannafund á heimili sínu klukkan fjögur í dag þar sem hann tilkynnti formlega um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar í vor. Þetta er í þriðja skiptið sem Ástþór býður sig fram til embættisins. Tilkynningu Ástþórs má lesa hér að neðan.Mér er sagt að í eldhúsum landsmanna sé mikið rætt um forsetakosningar og hvort ég bjóði mig fram. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig eftir vangaveltur sitjandi forseta um framboð á Bessastöðum s.l. mánudag og hvatt mig til framboðs. Ég hef ákveðið að verða við þessum óskum. Framboðið er jafnframt áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Kristján Eldjárn, fv. forseti sagði eitt sinn: "Sjálfur tel ég að 12 ár séu eðlilegur og æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Að erlendri fyrirmynd varð það að tillögu stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá að takmarka hámarkstímalengd einstaklings í forsetaembætti við þrjú kjörtímabili. Fjölmiðlar eru eitt mikilvægasta tækið í nútíma lýðræði. Fjölmiðlar stýra umræðunni og bera þannig mikla ábyrgð á úrslitum kosninga. Nútíma fjölmiðlar flokka frambjóðendur ekki eftir frægð né frændsemi heldur veita kjósendum greiðan aðgang að frambjóðendum svo þeir geti kynnt sér menn og málefni í opnu, hlutlausu og lýðræðislegu ferli tímanlega fyrir kosningar. Þótt sitjandi forseti hafi að einhverju leiti bætt ráð sitt eftir að ganga erinda útrásarvíkinga um árabil, hefur þjóðin alla möguleika að velja sér nýjan, hæfan og þrautseigan forseta. Ég býð mig nú fram í þriðja sinn til að virkja Bessastaði, efla lýðræðið og stuðla að friði í heiminum. Nánar um framboðið á heimasíðu Ástþórs, forsetakosningar.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira