Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 26-18 | Aron Rafn í miklu stuði Stefán Árni Pálsson í Schenkerhöllinni á Ásvöllum skrifar 12. mars 2012 14:19 Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7, en tóku síðan öll völd í seinni hálfleiknum þar sem náðu átta marka forskoti, 22-14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Aron Rafn Eðvarðsson átti enn einn stórleikinn í marki Hauka en hann varði alls 23 skot í kvöld eða 56 prósent skota sem komu á hann. Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir með sex mörk. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og voru liðin virkilega lengi í gang. Heimamenn í Haukum vorum aftur á móti alltaf einu skrefi á undan. Liðin léku gríðarlega harðann varnarleik og menn fengu heldur betur að finna fyrir því. Það sem skildi liðin að var í raun frammistaða Arons Rafns Eðvarðssonar í marki Haukar en hann fór gjörsamlega á kostum í hálfleiknum og varði 12 skot eða 67% allra skota sem komu á markið. Staðan var 10-7 í hálfleik og liðin þurftu í raun bæði að spýta í lófana fyrir seinnihálfleikinn. Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, 11-9, en þá komu þrjú Haukamörk í röð og leikur norðanmanna hrundi endanlega. Haukar komust í 17-12 og 22-14. Haukarnir héldu síðan átta marka forskoti til leiksloka. Akureyringar fóru að skjóta illa á Aron í markinu og virtust hreinlega vera hræddir við þann hávaxna. Sóknarleikur Hauka fór vel í gang og náðu þeir að keyra hraðan upp með Frey Brynjarsson í broddi fylkinga. Haukar hafa verið í smá lægð eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn en þeirri lægð lauk í kvöld. Akureyringar þurfa að hugsa sinn gang eftir frammistöðuna í kvöld og skoða þá sérstaklega sóknarleik liðsins og skotnýtinguna. Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mérMynd/Valli„Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. „Ég man hreinlega ekki hvenær Akureyri tapaði síðast leik og því var þetta rosalega sterkur sigur." „Það var sérstaklega mikilvægt að vinna þennan leik eftir hreint hörmulega frammistöðu í síðustu umferð gegn Gróttu. Við urðum bara að sýna og sanna fyrir okkar áhorfendum hversu góðir við erum." „Það þarf engan stærðfræðing til að segja manni það að þegar lið spila góða vörn þá kemur markvarslan, ég var með frábæra vörn fyrir framan mig í kvöld." Hægt er að sjá viðtalið við Aron hér að ofan. Atli: Þessi frammistaða var til skammarMynd/Valli„Við vörum með ótrúlega mörg dauðafæri í þessum leik, ég hef sjaldan orðið vitni af öðru eins," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir ósigurinn í kvöld. „Síðan fór varnarleikur okkar að verða slakur í síðari hálfleiknum og við í raun komumst aldrei í takt við þennan leik." „Þetta er mjög grátlegt því liðið hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og slæmt að fá svona skell eins og í kvöld.Frammistaðan í kvöld var fyrir neðan allar hellur. Menn voru síðan að svekkja sig mikið í seinni hálfleiknum og það fór að hafa áhrif á spilamennskuna hjá strákunum. Það hlutur sem við verðum að vinna í og drengirnir verða hreinlega að fjarlægja slíkan hugsunarhátt." „Ef menn misnota færi þá verða þeir að bæta það upp í næstu sókn, ekki missa hausinn og þar með einbeitinguna. Það eru þrír úrslitaleikir eftir hjá okkur og við verðum að líta þannig á hlutina," sagðin Atli að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7, en tóku síðan öll völd í seinni hálfleiknum þar sem náðu átta marka forskoti, 22-14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Aron Rafn Eðvarðsson átti enn einn stórleikinn í marki Hauka en hann varði alls 23 skot í kvöld eða 56 prósent skota sem komu á hann. Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir með sex mörk. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og voru liðin virkilega lengi í gang. Heimamenn í Haukum vorum aftur á móti alltaf einu skrefi á undan. Liðin léku gríðarlega harðann varnarleik og menn fengu heldur betur að finna fyrir því. Það sem skildi liðin að var í raun frammistaða Arons Rafns Eðvarðssonar í marki Haukar en hann fór gjörsamlega á kostum í hálfleiknum og varði 12 skot eða 67% allra skota sem komu á markið. Staðan var 10-7 í hálfleik og liðin þurftu í raun bæði að spýta í lófana fyrir seinnihálfleikinn. Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, 11-9, en þá komu þrjú Haukamörk í röð og leikur norðanmanna hrundi endanlega. Haukar komust í 17-12 og 22-14. Haukarnir héldu síðan átta marka forskoti til leiksloka. Akureyringar fóru að skjóta illa á Aron í markinu og virtust hreinlega vera hræddir við þann hávaxna. Sóknarleikur Hauka fór vel í gang og náðu þeir að keyra hraðan upp með Frey Brynjarsson í broddi fylkinga. Haukar hafa verið í smá lægð eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn en þeirri lægð lauk í kvöld. Akureyringar þurfa að hugsa sinn gang eftir frammistöðuna í kvöld og skoða þá sérstaklega sóknarleik liðsins og skotnýtinguna. Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mérMynd/Valli„Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. „Ég man hreinlega ekki hvenær Akureyri tapaði síðast leik og því var þetta rosalega sterkur sigur." „Það var sérstaklega mikilvægt að vinna þennan leik eftir hreint hörmulega frammistöðu í síðustu umferð gegn Gróttu. Við urðum bara að sýna og sanna fyrir okkar áhorfendum hversu góðir við erum." „Það þarf engan stærðfræðing til að segja manni það að þegar lið spila góða vörn þá kemur markvarslan, ég var með frábæra vörn fyrir framan mig í kvöld." Hægt er að sjá viðtalið við Aron hér að ofan. Atli: Þessi frammistaða var til skammarMynd/Valli„Við vörum með ótrúlega mörg dauðafæri í þessum leik, ég hef sjaldan orðið vitni af öðru eins," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir ósigurinn í kvöld. „Síðan fór varnarleikur okkar að verða slakur í síðari hálfleiknum og við í raun komumst aldrei í takt við þennan leik." „Þetta er mjög grátlegt því liðið hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og slæmt að fá svona skell eins og í kvöld.Frammistaðan í kvöld var fyrir neðan allar hellur. Menn voru síðan að svekkja sig mikið í seinni hálfleiknum og það fór að hafa áhrif á spilamennskuna hjá strákunum. Það hlutur sem við verðum að vinna í og drengirnir verða hreinlega að fjarlægja slíkan hugsunarhátt." „Ef menn misnota færi þá verða þeir að bæta það upp í næstu sókn, ekki missa hausinn og þar með einbeitinguna. Það eru þrír úrslitaleikir eftir hjá okkur og við verðum að líta þannig á hlutina," sagðin Atli að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira