Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. mars 2012 12:00 Þóra Arnórsdóttir segir að það væri dónalegt að íhuga ekki forsetaframboð. Hún ætlar að ræða við fjölskyldu og vini um mögulegt framboð. mynd/365 Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira