Önnur umferð: Malasíski kappaksturinn 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 22. mars 2012 16:45 Formúla 1 stoppar næst á Sepang-brautinni í Malasíu, 60 kílómetra frá höfuðborginni Kuala Lumpur. Á þessari sérbyggðu braut hefur verið keppt síðan hún var opnuð árið 1999. Sepang brautin er fyrsta F1 brautin sem Hermann Tilke hannaði frá grunni. Sá fékk síðar að hanna sjö aðrar brautir sem keppt verður á í Formúlu 1 í ár. Brautir Tilke hafa reynst mjög vel því þær eru alla jafna mjög hraðar en geyma nokkrar mjög hægar beygjur. Það getur því oft verið snúið fyrir ökumenn að stilla bíla sína rétt fyrir kappakstur. Þannig er því líka farið í Malasíu. Ökumenn hafa í vikunni talað um að þeir muni þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir fórni dekkjunum eða hraða. Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins, sagðist þurfa að einblína á dekkin í keppninni. "Það verður örugglega ekki auðveldara að fara vel með dekkin hér," sagði Nico. "Það gæti þýtt að ég verði að fórna tímatökuhraða." Vegna þess hversu hröð brautin er, með háhraðabeygjur í bland við langa beina og hraða kafla, skiptir loftflæðið um bílana gríðarlegu máli. Liðin munu reyna að stilla bílunum þannig upp að þeir hámarki veggripið án þess að fórna hraðanum. Brautin er mjög tæknileg fyrir ökumenn að aka og krefst hámarks einbeitingar allstaðar. Beygja 1 og 14 eru taldar mikilvægastar. Í beygju 1, sem heimamenn kalla Pangkor Laut, einbeita ökumenn sér að því að koma bílnum á réttan stað fyrir næstu beygju sem jafnframt er sú hægasta í mótinu. Pangkor Laut er löng og aflíðandi sem kreppist í lokin. Aðkoman að beygju 14 er flókin. Ökumenn bremsa inn í beygjuna um leið og þeir eru hálfnaðir með beygjuna á undan, sem er aflíðandi og hröð. Mikilvægt er að koma rétt inn í beygjuna því á eftir beygju 14 er mjög langur beinn kafli sem mikilvægt er að nota til hins ítrasta.DRS svæði: Á ráskaflanum fyrir beygju 1. Mælingin fer fram rétt fyrir beygju 15.Dekkjagerðir í boði: Hörð (prime) og meðal (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Jenson Button - McLaren 3. Nick Heidfeld - Renault Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 04:55 Æfing 3 07:50 Tímataka 11:45 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 07:45 Malasíski kappaksturinn 14:00 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir eina umferðÖkumenn 1. Jenson Button - 25 stig 2. Sebastian Vettel - 18 3. Lewis Hamilton - 15 4. Mark Webber - 12 5. Fernando Alonso - 10 6. Kamui Kobayashi - 8 7. Kimi Raikkönen - 6 8. Sergio Perez - 4 9. Daniel Ricciardo - 2 10. Paul di Resta - 1 Bílasmiðir 1. McLaren - 40 stig 2. Red Bull - 30 3. Sauber - 12 4. Ferrari - 10 5. Lotus - 6 6. Toro Rosso - 2 7. Force India - 1 Formúla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Formúla 1 stoppar næst á Sepang-brautinni í Malasíu, 60 kílómetra frá höfuðborginni Kuala Lumpur. Á þessari sérbyggðu braut hefur verið keppt síðan hún var opnuð árið 1999. Sepang brautin er fyrsta F1 brautin sem Hermann Tilke hannaði frá grunni. Sá fékk síðar að hanna sjö aðrar brautir sem keppt verður á í Formúlu 1 í ár. Brautir Tilke hafa reynst mjög vel því þær eru alla jafna mjög hraðar en geyma nokkrar mjög hægar beygjur. Það getur því oft verið snúið fyrir ökumenn að stilla bíla sína rétt fyrir kappakstur. Þannig er því líka farið í Malasíu. Ökumenn hafa í vikunni talað um að þeir muni þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir fórni dekkjunum eða hraða. Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins, sagðist þurfa að einblína á dekkin í keppninni. "Það verður örugglega ekki auðveldara að fara vel með dekkin hér," sagði Nico. "Það gæti þýtt að ég verði að fórna tímatökuhraða." Vegna þess hversu hröð brautin er, með háhraðabeygjur í bland við langa beina og hraða kafla, skiptir loftflæðið um bílana gríðarlegu máli. Liðin munu reyna að stilla bílunum þannig upp að þeir hámarki veggripið án þess að fórna hraðanum. Brautin er mjög tæknileg fyrir ökumenn að aka og krefst hámarks einbeitingar allstaðar. Beygja 1 og 14 eru taldar mikilvægastar. Í beygju 1, sem heimamenn kalla Pangkor Laut, einbeita ökumenn sér að því að koma bílnum á réttan stað fyrir næstu beygju sem jafnframt er sú hægasta í mótinu. Pangkor Laut er löng og aflíðandi sem kreppist í lokin. Aðkoman að beygju 14 er flókin. Ökumenn bremsa inn í beygjuna um leið og þeir eru hálfnaðir með beygjuna á undan, sem er aflíðandi og hröð. Mikilvægt er að koma rétt inn í beygjuna því á eftir beygju 14 er mjög langur beinn kafli sem mikilvægt er að nota til hins ítrasta.DRS svæði: Á ráskaflanum fyrir beygju 1. Mælingin fer fram rétt fyrir beygju 15.Dekkjagerðir í boði: Hörð (prime) og meðal (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Jenson Button - McLaren 3. Nick Heidfeld - Renault Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 04:55 Æfing 3 07:50 Tímataka 11:45 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 07:45 Malasíski kappaksturinn 14:00 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir eina umferðÖkumenn 1. Jenson Button - 25 stig 2. Sebastian Vettel - 18 3. Lewis Hamilton - 15 4. Mark Webber - 12 5. Fernando Alonso - 10 6. Kamui Kobayashi - 8 7. Kimi Raikkönen - 6 8. Sergio Perez - 4 9. Daniel Ricciardo - 2 10. Paul di Resta - 1 Bílasmiðir 1. McLaren - 40 stig 2. Red Bull - 30 3. Sauber - 12 4. Ferrari - 10 5. Lotus - 6 6. Toro Rosso - 2 7. Force India - 1
Formúla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira