Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum.
Á meðal þeirra sem gáfu skýrslu voru Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og bankastjórar allra stóru bankanna sem féllu haustið 2008.
Upptökurnar eru birtar á sérstökum vef sem Landsdómur hefur sett upp vegna réttarhaldanna.
Dómur í málinu gegn Geir verður kveðinn upp í þessum mánuði.
Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum
Jón Hákon Halldórsson skrifar
