Einungis dómsorðið verður lesið upp kl. 14:00 þegar kveðinn verður upp dómur í Landsdómsmálinu og það verður Markús Sigbjörnsson, forseti dómsins, sem kveður það upp. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti ætti það ekki að taka meira en örfáar mínútur, eins og gildir um dóma Hæstaréttar. Dómur Landsdóms, sem mun birtast á vef Landsdóms 30 mínútum eftir dómsuppkvaðningu, er á fimmta hundrað blaðsíður.
Það verður bein útsending frá dómsuppkvaðningu hér á Vísi og á Stöð 2. Útsending mun hefjast kl. 13:50.
Dómurinn í Landsdómsmálinu á fimmta hundrað blaðsíður
Mest lesið






Af Alþingi til Fjallabyggðar
Innlent


Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Steindór Andersen er látinn
Innlent