Veiði hefst í fjölda vatna í dag 1. maí 2012 07:30 Veiði hefst meðal annars í Úlfljótsvatni í dag. Á meðal þeirra vatna sem opna í dag eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu eins og Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. Í frétt á vef Veiðikortsins segir meðal annars: „Meðal þeirra vatna sem opna eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu og má þar nefna til dæmis Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. Þess ber að geta að Ljósavatn fyrir norðan opnar ekki fyrr en 20. maí og Hítarvatn opnar ekki fyrr en síðustu helgina í maí. Langavatn á Mýrum opnar ekki fyrr en 15. júní þar sem vegurinn er yfirleitt ekki orðin almennilega fær fyrr en líða tekur á sumarið. Einnig er rétt að menn kynni sér ástand vega áður en haldið er í heiðarvötn eins og til dæmis í Hólmavatn, sem er nýtt vatn í Veiðikortinu 2012, og vötnin upp á Skagaheiði." Forsvarsmenn Veiðikortsins minna veiðimenn á að fara vel yfir veiðireglur í bæklingi kortsins áður en haldið er af stað því í einhverjum tilfellum hafa orðið lítilsháttar breytingar sem vert er að kynna sér. Á vef Veiðikortsins er ágætt yfirlit yfir opnun vatna sem Gunnar Ari Guðmundsson setti saman og er það birt með fyrirvara um villur. Yfirlitið er hér: https://www.veidikortid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=907 Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði
Á meðal þeirra vatna sem opna í dag eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu eins og Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. Í frétt á vef Veiðikortsins segir meðal annars: „Meðal þeirra vatna sem opna eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu og má þar nefna til dæmis Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. Þess ber að geta að Ljósavatn fyrir norðan opnar ekki fyrr en 20. maí og Hítarvatn opnar ekki fyrr en síðustu helgina í maí. Langavatn á Mýrum opnar ekki fyrr en 15. júní þar sem vegurinn er yfirleitt ekki orðin almennilega fær fyrr en líða tekur á sumarið. Einnig er rétt að menn kynni sér ástand vega áður en haldið er í heiðarvötn eins og til dæmis í Hólmavatn, sem er nýtt vatn í Veiðikortinu 2012, og vötnin upp á Skagaheiði." Forsvarsmenn Veiðikortsins minna veiðimenn á að fara vel yfir veiðireglur í bæklingi kortsins áður en haldið er af stað því í einhverjum tilfellum hafa orðið lítilsháttar breytingar sem vert er að kynna sér. Á vef Veiðikortsins er ágætt yfirlit yfir opnun vatna sem Gunnar Ari Guðmundsson setti saman og er það birt með fyrirvara um villur. Yfirlitið er hér: https://www.veidikortid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=907
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði