Jóhanna segir samskipti við forsetann í samræmi við hefðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2012 18:05 Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta. Með þessu er Jóhanna að bregðast við ummælum Ólafs Ragnars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur Ragnar meðal annars að Jóhanna hefði verið í herferð gegn sér frá því að Ólafur Ragnar vísaði Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna segir að mikilvægt sé að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í sumar fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. „Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum," segir Jóhanna í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Yfirlýsingin er svohljóðandi í heild sinni: „Forsætisráðherra mun ekki blanda sér í kosningabaráttu vegna væntanlegs kjörs til embættis forseta Íslands og mun því ekki bregðast við ummælum sem fram komu í útvarpsviðtali við forsetann í dag. Mikilvægt er að sú barátta fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum. Í samskiptum sínum við núverandi forseta hefur ríkisstjórnin í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Er því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta." Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13 Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14 Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06 Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00 Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta. Með þessu er Jóhanna að bregðast við ummælum Ólafs Ragnars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur Ragnar meðal annars að Jóhanna hefði verið í herferð gegn sér frá því að Ólafur Ragnar vísaði Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna segir að mikilvægt sé að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í sumar fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. „Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum," segir Jóhanna í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Yfirlýsingin er svohljóðandi í heild sinni: „Forsætisráðherra mun ekki blanda sér í kosningabaráttu vegna væntanlegs kjörs til embættis forseta Íslands og mun því ekki bregðast við ummælum sem fram komu í útvarpsviðtali við forsetann í dag. Mikilvægt er að sú barátta fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum. Í samskiptum sínum við núverandi forseta hefur ríkisstjórnin í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Er því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta."
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13 Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14 Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06 Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00 Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13
Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14
Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06
Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00
Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34