Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis 30. maí 2012 10:00 Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Forsetanum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu á erlendri grund en áherslurnar fara eftir samhengi hverju sinni. Ég myndi leggja áherslu á sögu og menningu þjóðarinnar, góð samskipti friðelskandi og herlausrar þjóðar við aðrar þjóðir, náttúrufegurð og náttúruauðlindir landsins og mikilvægi þess að umgangast þær af ábyrgð. Þótt Ísland sé eyland erum við ekki einangruð heldur þátttakandi í samfélagi þjóðanna og berum ábyrgð samkvæmt því.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Ég tel varhugavert að skuldbinda forseta til að beita hinni umdeildu 26.gr. stjórnarskrárinnar ef ákveðinn fjöldi skrifar undir áskorun þess efnis. Við núverandi aðstæður er tiltölulega auðvelt að safna miklum fjölda undirskrifta, án þess að nein ábyrgð fylgi. Hér hlýtur forseti alltaf að verða að beita eigin dómgreind og meta aðstæður hverju sinni með tilliti til allra þátta sem máli skipta. Synjunarrétturinn samkvæmt 26.gr. stjórnarskrárinnar getur reyndar veitt Alþingi ákveðið aðhald. En það er gífurlega afdrifaríkt spor að grípa fram fyrir hendur þingsins í þingræðisríki. Þingið er jú kosið af þjóðinni og er fulltrúi hennar allrar. Verði málsskotsréttur færður til þjóðarinnar með nýrri stjórnarskrá, þannig að ákveðinn fjöldi manna og/eða ákveðinn minnihluti þings geti krafist þjóðaratkvæðis um tiltekin mál, tel ég rétt að endurvekja þá hófsömu sýn á málskotsréttinn sem fyrri forsetar lýðveldisins höfðu.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Já, það er eitt af höfuðviðfangsefnum forsetaembættisins að kynna íslenskt atvinnulíf og menningarlíf og greiða götu þess erlendis, til dæmis með því að opna dyr og hjálpa til við að koma á fundum við mikilvæga aðila sem máli geta skipt fyrir viðkomandi fyrirtæki, einstaklinga eða hópa. Forsetinn verður að sjálfsögðu að gæta þess að embættið verði ekki misnotað í þessu sambandi og gæta jafnræðis. Það er því mikilvægt að forsetinn setji sér ramma utan um þessi samskipti svo allir viti hvar þeir standa.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Þær aðstæður geta komið upp að forseti telji nauðsynlegt að benda á hættur í áformum ríkisstjórnar og hvetja til endurskoðunar á þeim. En almennt séð er það svo að þegar ríkisstjórn hefur tekið ákvörðun með fulltingi Alþingis er ótrúverðugt að forseti og ríkisstjórn tali tveimur tungum. Það er mikilvægt að forsetinn eigi gott samband við leiðtoga allra flokka á þingi - nái ég kjöri hyggst ég taka aftur upp þann sið sem áður var, að forseti eigi reglulega fundi með stjórnmálaleiðtogunum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Þannig getur hann fylgst náið með stjórn landsins og komið sínum sjónarmiðum á framfæri þegar það á við.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Það hlýtur að vera nokkuð augljóst, að þar sem ég býð mig fram til embættis forseta tel ég það hafa mikilli þýðingu að gegna ef rétt er á því haldið.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Það er alveg ljóst að sýn mín á hlutverk forseta er íhaldssamari en margra annarra frambjóðenda. Þegar Ísland varð lýðveldi þann 17. júní 1944 var það skýrt að hið unga lýðveldi valdi sér þingræði með forseta - ekki forsetaræði. Forseti á að vera sameiningarafl inn á við. Að vera forseti allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem deila sýn hans á pólitísk deilumál. Hann á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli, en ekki taka virkan þátt í pólitískri baráttu. Forsetinn á að leiða saman ólíka hópa og skoðanir og hjálpa þannig til við uppbyggingu samfélagsins með virðingu fyrir lýðræði, jafnrétti, frelsi og mannúð. Þess vegna býð ég mig fram til forseta, til vinna að því af fremsta megni að sameina þjóðina.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Það hefur ótalmargt breyst. Traust manna á stjórnkerfi og bankakerfi hrundi, atvinnuleysi varð landlægt, efnalegt öryggi fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna hvarf. Þessu áfalli fylgja auðvitað örvænting, þreyta og vonbrigði. Við þessar aðstæður tel ég brýnna en nokkru sinni að forsetinn slái bjartan tón, telji kjark í þjóðina og efli samhug hennar og styrk í stað þess að ala á andstæðum og sundrungu.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Embætti forseta á að vera opið og gegnsætt þar sem þjóðin veit hvert forsetinn stefnir og hvaða áherslur hann hefur. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni embættismaður landsins og sem slíkur á hann að eiga milliliðalaust samband við þjóðina. Það er mín stefna að nýta embættið sem farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er meðal þjóðarinnar. Það er svo mikið meira sem sameinar okkur en sundrar. Ég vil telja kjark í þjóðina og vinna að því að Íslendingar upplifi sig sem eina þjóð í einu landi, ekki margar, eftir búsetu, stétt og stöðu. Að sama skapi vildi ég gjarnan ýta undir umræðu um umhverfismál og byggja upp góð samskipti við aðrar þjóðir. Við eigum sameiginlega sögu, sameiginlegan menningararf og sameiginlega hagsmuni, það sem gerir okkur að þjóð, að því á forsetinn að vinna að af heilum hug.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetaembættið er tákn, en forsetinn sjálfur er ekki tákn, heldur einstaklingur sem getur lagt sitt af mörkum til að sameina þjóðina með orðum sínum og gerðum.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögur stjórnlagaráðs að breyttri stjórnarskrá eru mjög viðamiklar og ómögulegt að lýsa afstöðu til þeirra í fáeinum orðum. Ég tel brýnt að stjórnarskráin sé skýr og skiljanleg almennum borgurum þessa lands og tillögur stjórnlagaráðs eins og þjóðfundurinn og störf stjórnlaganefndar eru mikilvæg skref til breytinga á stjórnarskránni en eins og stjórnskipan okkar er í dag þá hefur alþingi lokaorðið. Forsetinn sver eið að stjórnarskránni. Þar er hvergi gert ráð fyrir fyrir aðkomu hans sjálfs að breytingum á henni. Ég tel ekki rétt að forseti sé beinn þátttakandi í þeirri umræðu. Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Forsetanum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu á erlendri grund en áherslurnar fara eftir samhengi hverju sinni. Ég myndi leggja áherslu á sögu og menningu þjóðarinnar, góð samskipti friðelskandi og herlausrar þjóðar við aðrar þjóðir, náttúrufegurð og náttúruauðlindir landsins og mikilvægi þess að umgangast þær af ábyrgð. Þótt Ísland sé eyland erum við ekki einangruð heldur þátttakandi í samfélagi þjóðanna og berum ábyrgð samkvæmt því.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Ég tel varhugavert að skuldbinda forseta til að beita hinni umdeildu 26.gr. stjórnarskrárinnar ef ákveðinn fjöldi skrifar undir áskorun þess efnis. Við núverandi aðstæður er tiltölulega auðvelt að safna miklum fjölda undirskrifta, án þess að nein ábyrgð fylgi. Hér hlýtur forseti alltaf að verða að beita eigin dómgreind og meta aðstæður hverju sinni með tilliti til allra þátta sem máli skipta. Synjunarrétturinn samkvæmt 26.gr. stjórnarskrárinnar getur reyndar veitt Alþingi ákveðið aðhald. En það er gífurlega afdrifaríkt spor að grípa fram fyrir hendur þingsins í þingræðisríki. Þingið er jú kosið af þjóðinni og er fulltrúi hennar allrar. Verði málsskotsréttur færður til þjóðarinnar með nýrri stjórnarskrá, þannig að ákveðinn fjöldi manna og/eða ákveðinn minnihluti þings geti krafist þjóðaratkvæðis um tiltekin mál, tel ég rétt að endurvekja þá hófsömu sýn á málskotsréttinn sem fyrri forsetar lýðveldisins höfðu.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Já, það er eitt af höfuðviðfangsefnum forsetaembættisins að kynna íslenskt atvinnulíf og menningarlíf og greiða götu þess erlendis, til dæmis með því að opna dyr og hjálpa til við að koma á fundum við mikilvæga aðila sem máli geta skipt fyrir viðkomandi fyrirtæki, einstaklinga eða hópa. Forsetinn verður að sjálfsögðu að gæta þess að embættið verði ekki misnotað í þessu sambandi og gæta jafnræðis. Það er því mikilvægt að forsetinn setji sér ramma utan um þessi samskipti svo allir viti hvar þeir standa.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Þær aðstæður geta komið upp að forseti telji nauðsynlegt að benda á hættur í áformum ríkisstjórnar og hvetja til endurskoðunar á þeim. En almennt séð er það svo að þegar ríkisstjórn hefur tekið ákvörðun með fulltingi Alþingis er ótrúverðugt að forseti og ríkisstjórn tali tveimur tungum. Það er mikilvægt að forsetinn eigi gott samband við leiðtoga allra flokka á þingi - nái ég kjöri hyggst ég taka aftur upp þann sið sem áður var, að forseti eigi reglulega fundi með stjórnmálaleiðtogunum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Þannig getur hann fylgst náið með stjórn landsins og komið sínum sjónarmiðum á framfæri þegar það á við.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Það hlýtur að vera nokkuð augljóst, að þar sem ég býð mig fram til embættis forseta tel ég það hafa mikilli þýðingu að gegna ef rétt er á því haldið.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Það er alveg ljóst að sýn mín á hlutverk forseta er íhaldssamari en margra annarra frambjóðenda. Þegar Ísland varð lýðveldi þann 17. júní 1944 var það skýrt að hið unga lýðveldi valdi sér þingræði með forseta - ekki forsetaræði. Forseti á að vera sameiningarafl inn á við. Að vera forseti allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem deila sýn hans á pólitísk deilumál. Hann á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli, en ekki taka virkan þátt í pólitískri baráttu. Forsetinn á að leiða saman ólíka hópa og skoðanir og hjálpa þannig til við uppbyggingu samfélagsins með virðingu fyrir lýðræði, jafnrétti, frelsi og mannúð. Þess vegna býð ég mig fram til forseta, til vinna að því af fremsta megni að sameina þjóðina.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Það hefur ótalmargt breyst. Traust manna á stjórnkerfi og bankakerfi hrundi, atvinnuleysi varð landlægt, efnalegt öryggi fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna hvarf. Þessu áfalli fylgja auðvitað örvænting, þreyta og vonbrigði. Við þessar aðstæður tel ég brýnna en nokkru sinni að forsetinn slái bjartan tón, telji kjark í þjóðina og efli samhug hennar og styrk í stað þess að ala á andstæðum og sundrungu.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Embætti forseta á að vera opið og gegnsætt þar sem þjóðin veit hvert forsetinn stefnir og hvaða áherslur hann hefur. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni embættismaður landsins og sem slíkur á hann að eiga milliliðalaust samband við þjóðina. Það er mín stefna að nýta embættið sem farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er meðal þjóðarinnar. Það er svo mikið meira sem sameinar okkur en sundrar. Ég vil telja kjark í þjóðina og vinna að því að Íslendingar upplifi sig sem eina þjóð í einu landi, ekki margar, eftir búsetu, stétt og stöðu. Að sama skapi vildi ég gjarnan ýta undir umræðu um umhverfismál og byggja upp góð samskipti við aðrar þjóðir. Við eigum sameiginlega sögu, sameiginlegan menningararf og sameiginlega hagsmuni, það sem gerir okkur að þjóð, að því á forsetinn að vinna að af heilum hug.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetaembættið er tákn, en forsetinn sjálfur er ekki tákn, heldur einstaklingur sem getur lagt sitt af mörkum til að sameina þjóðina með orðum sínum og gerðum.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögur stjórnlagaráðs að breyttri stjórnarskrá eru mjög viðamiklar og ómögulegt að lýsa afstöðu til þeirra í fáeinum orðum. Ég tel brýnt að stjórnarskráin sé skýr og skiljanleg almennum borgurum þessa lands og tillögur stjórnlagaráðs eins og þjóðfundurinn og störf stjórnlaganefndar eru mikilvæg skref til breytinga á stjórnarskránni en eins og stjórnskipan okkar er í dag þá hefur alþingi lokaorðið. Forsetinn sver eið að stjórnarskránni. Þar er hvergi gert ráð fyrir fyrir aðkomu hans sjálfs að breytingum á henni. Ég tel ekki rétt að forseti sé beinn þátttakandi í þeirri umræðu.
Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00