Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir í dag og komst í úrslit í 200 metra bringusundi á EM sem fram fer í Ungverjalandi.
Hún synti á tímanum 2:28,99 mínútur og mun hún því keppa í úrslitum í þessari grein þar sem hún varð í áttunda sæti í undanúrslitunum.
Þess má geta á Íslandsmet hennar er 2:28,87 mínútur sett á Indy Grand Prix móti í Bandaríkjunum í mars síðastliðnum.
Hér að ofan má sjá viðtal við Hrafnhildi sem var tekið stuttu eftir sundið.
