Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Trausti Hafliðason skrifar 22. maí 2012 17:37 Bubbi hefur nú látið húðflúra Green Highlander á vinstri handlegginn. Bubbi Morthens hefur látið húðflúra klassísku útgáfuna af Green Highlander laxaflugunni á vinstri handlegginn. "Ég gerði þetta nú bara fyrir fjórum tímum enda sést það vel á myndinni sem var tekin áðan. Það er smá blóð í henni," sagði Bubbi þegar Veiðivísir hafði samband við hann. "Nú er ég með lax á hægri handleggnum og Green Highlander á vinstri. Það var listamaðurinn Jón Páll hjá Íslensku húðflúrstofunni sem á heiðurinn af þessu verki." Ástæðan fyrir því að Bubbi valdi Green Highlander er einföld. "Þetta er uppáhaldsflugan mín enda stórlaxafluga sem á sér mikla sögu. Green Highlander reynist mér alltaf vel í Laxá í Aðaldal og ef ég man rétt þá fékk Völundur Hermóðsson vinur minn 29 punda lax á þessa flugu á Skerflúð á sjöunda áratugnum." Bubbi segist nota klassísku útgáfuna af Green Highlander en hún er ein flóknasta laxaflugan sem hægt er að hnýta. "Þegar ég nota þessa flugu nota ég bæði einkrækjur og tvíkrækjur. Einkrækjurnar eru gamlar breskar flugur sem mér áskotnaðist en tvíkrækjurnar eru hnýttar í Tælandi." Eins og flestir vita er Bubbi með mörg húðflúr. En aðspurður segir hann "þetta eru einu tattúin sem ég er með sem tengjast veiðinni, hin tengjast rokkinu meira." Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði
Bubbi Morthens hefur látið húðflúra klassísku útgáfuna af Green Highlander laxaflugunni á vinstri handlegginn. "Ég gerði þetta nú bara fyrir fjórum tímum enda sést það vel á myndinni sem var tekin áðan. Það er smá blóð í henni," sagði Bubbi þegar Veiðivísir hafði samband við hann. "Nú er ég með lax á hægri handleggnum og Green Highlander á vinstri. Það var listamaðurinn Jón Páll hjá Íslensku húðflúrstofunni sem á heiðurinn af þessu verki." Ástæðan fyrir því að Bubbi valdi Green Highlander er einföld. "Þetta er uppáhaldsflugan mín enda stórlaxafluga sem á sér mikla sögu. Green Highlander reynist mér alltaf vel í Laxá í Aðaldal og ef ég man rétt þá fékk Völundur Hermóðsson vinur minn 29 punda lax á þessa flugu á Skerflúð á sjöunda áratugnum." Bubbi segist nota klassísku útgáfuna af Green Highlander en hún er ein flóknasta laxaflugan sem hægt er að hnýta. "Þegar ég nota þessa flugu nota ég bæði einkrækjur og tvíkrækjur. Einkrækjurnar eru gamlar breskar flugur sem mér áskotnaðist en tvíkrækjurnar eru hnýttar í Tælandi." Eins og flestir vita er Bubbi með mörg húðflúr. En aðspurður segir hann "þetta eru einu tattúin sem ég er með sem tengjast veiðinni, hin tengjast rokkinu meira."
Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði