Forsetaefnin fjalla um málskotsréttinn 9. júní 2012 13:01 Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira