Smálaxaganga hellti sér inn í Stekkinn í Norðurá 8. júní 2012 17:59 Nýtt holl þegar komið með sex laxa og veðrið að batna. Svavar Hávarðsson Hollið sem tók við af stjórn SVFR var komið með sex laxa eftir tvær fyrstu vaktirnar. Fyrsta holl landaði 25 löxum, og eftir hádegi í gær bættust við tveir laxar á milli fossa. Var þeim landað á Berghylsbroti og Kýrgróf. Samkvæmt frétt á heimasíðu SVFR fengust fjórir laxar í morgun. Athygli vakti að undir hádegið gekk smálaxaganga inn í Stekkinn en því miður náðist ekki að landa þar nema einum laxi. Reyndar var hann 85 sentimetra en smálaxar voru á lofti samkvæmt veiðimönnum. Vart þarf að ítreka fyrir veiðimönnum hversu jákvætt það er að fá inn í árnar göngur af smálaxi svo snemma. Norðurá hefur verið mjög köld síðustu vaktir, og sem dæmi var áin í tæpum sex gráðum í gærmorgun. Að sama skapi var lofthiti um frostmark með norðanbál í kaupbæti. En það er meiri lax genginn í Norðurá heldur en á sama tíma undanfarin ár. Það verður því fróðlegt að stjá hvernig nýju holli reiðir af enda hefur hitastig hækkað nokkuð síðastliðinn sólarhring og veðurspá nokkuð hagstæð. [email protected] Stangveiði Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði
Hollið sem tók við af stjórn SVFR var komið með sex laxa eftir tvær fyrstu vaktirnar. Fyrsta holl landaði 25 löxum, og eftir hádegi í gær bættust við tveir laxar á milli fossa. Var þeim landað á Berghylsbroti og Kýrgróf. Samkvæmt frétt á heimasíðu SVFR fengust fjórir laxar í morgun. Athygli vakti að undir hádegið gekk smálaxaganga inn í Stekkinn en því miður náðist ekki að landa þar nema einum laxi. Reyndar var hann 85 sentimetra en smálaxar voru á lofti samkvæmt veiðimönnum. Vart þarf að ítreka fyrir veiðimönnum hversu jákvætt það er að fá inn í árnar göngur af smálaxi svo snemma. Norðurá hefur verið mjög köld síðustu vaktir, og sem dæmi var áin í tæpum sex gráðum í gærmorgun. Að sama skapi var lofthiti um frostmark með norðanbál í kaupbæti. En það er meiri lax genginn í Norðurá heldur en á sama tíma undanfarin ár. Það verður því fróðlegt að stjá hvernig nýju holli reiðir af enda hefur hitastig hækkað nokkuð síðastliðinn sólarhring og veðurspá nokkuð hagstæð. [email protected]
Stangveiði Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði