Suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius, sem keppir með koltrefjafætur frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, hljóp 400 metrana á afríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag á 45,52 sekúndum. Hann var 0,22 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London.
Pistorius skráði sig í sögubækurnar á síðasta ári þegar hann varð fyrsti aflimaði íþróttamaðurinn til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Pistorius hljóp 400 metrana á 45,20 sekúndum í mars en Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku krefst þess að hlaupið sé tvívegis undir lágmarkinu.
„Mig langar að þakka öllum fyrir stuðninginn," skrifaði Pistorius meðal annars á Twitter-síðu sína í dag. Frjálsíþróttafólk Suður-Afríku hafði til 30. júní til þess að fullnægja kröfum sambandsins.
Pistorius á þann draum að verða fyrsti aflimaði íþróttamaðurinn til þess að keppa á Ólympíuleikum. Þrátt fyrir tíðindi dagsins er enn möguleiki að Pistorius verði valinn sem hluti af boðsveit þjóðar sinnar í 4x100 metra hlaupi.
James Evans, forseti afríska frjálsíþróttasambandsins, sagði að liðskipan boðsveitarinnar yrði tilkynnt á mánudaginn. Hann vildi ekki gera mikið úr þeirra staðreynd að Pistorius hefði misst af Ólympíusæti í 400 metra hlaupinu.
„Stóra fréttin er sú að Oscar vann silfurverðlaun í álfukeppni," sagði Evans.
Pistorius fékk silfurverðlaun en missti af Ólympíusæti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn