ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að byrja vel á Evrópumótinu í frjálsum en hann kastaði kúlunni 13,65 metra í þriðju grein og er þar með áfram í 8. sæti tugþrautarkeppninni.
Einar Daði fann sig ekki í fyrstu tveimur köstunum í kúluvarpinu og var bara búinn að kasta 12,44 metra þegar kom að þriðja og síðasta kastinu. Einar mætti þá einbeittur í hringinn, kastaði þá kúlunni 13,65 metra og fékk fyrir vikið 707 stig.
Það voru reyndar 13 sem köstuðu lengra en Einar Daði í kúluvarpinu en Þjóðverjinn Pascal Behrenbruch átti meðal annars risakast upp á 16,89 metra sem gaf honum 906 stig. Næsti maður á eftir Behrenbruch fékk sem dæmi "aðeins" 812 stig.
Einar Daði er með 2436 stig eftir fyrstu þrjár greinarnar á EM en hann var með nákvæmlega jafnmörg stig eftir þrjár greinar þegar hann náði sínum besta árangri á Alþjóðlegu móti í Kladno í Tékklandi fyrr í þessum mánuði.
Næsta grein er hástökk sem hefst klukkan 10:40 að íslenskum tíma og deginum lýkur hjá tugþrautarköppunum á 400 m hlaupi.
Einar Daði reddaði sér í síðasta kastinu í kúlunni - áfram í 8. sæti
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti


Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn



Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig
Handbolti