Ólafur Ragnar hefur eytt tæplega milljón í auglýsingar 25. júní 2012 13:26 Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28
Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18
Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00