Jamaíski spretthlauparinn Asafa Powell er hættur við keppni á Demantamótinu sem fram fer í London um helgina. Kappinn einbeitir sér að því að ná sér heilum fyrir Ólympíuleikana sem hefjast á sama stað 27. júlí.
„Ég verð að halda mér heilum fyrir leikana og má ekki við því að taka neina áhættu. Ég verð orðinn klár í ágúst," hefur Reuters fréttastofan eftir Powell.
Powell hefur glímt við nárameiðsli síðan á úrtökumótinu í Jamaíka fyrir tveimur vikum. Þá þurfti Powell aðstoð til þess að komast útaf vellinum eftir að hann skilaði sér í þriðja sæti á eftir heimsmeistaranum Yohan Blake og heimsmethafanum Usain Bolt.
Svipuð nárameiðsli komu í veg fyrir þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu á síðasta ári.
Keppni í 100 metra hlaupi hefst laugardaginn 4. ágúst. Úrslitahlaupið fer fram daginn eftir.
Nárameiðsli angra Powell | Verður klár í London
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

