Ye bætti öðrum gullverðlaunum í safnið | Neitar ásökunum um lyfjanotkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 23:30 Ye fagnar öðrum gullverðlaunum sínum í dag. Nordicphotos/Getty Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye. Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye.
Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03