Poppstjarnan Madonna lýsti enn á ný yfir stuðningi við meðlimi pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í gær.
Á tónleikum sínum á Ólympíuleikvanginum í Moskvu setti Madonna upp lambhúshettu en það er einkennisfatnaður pönkaranna. Þá var hún með nafn hljómsveitarinnar ritað á bakið á sér.
Pussy Riot eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm fyrir guðlast en málið hefur verið harðlega gagnrýnt af fjölda listamanna. Dómur í málinu verður kveðinn upp 17. ágúst næstkomandi.