Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Svavar Hávarðsson skrifar 25. ágúst 2012 13:15 Fáir laxar lenda í bók hjá mörgum sem sækja Stóru Laxá í Hreppum heim. En náttúrufegurðin verður til þess að það skiptir eiginlega engu máli. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Skrínan, rafræn skráning lax- og silungsveiði á vegum Veiðimálastofnunar og Fiskistofu, hefur vakið ágæt viðbrögð hjá veiðiréttarhöfum í sumar. Það sem af er veiðitímanum hafa upplýsingar um tæplega 4.000 stangveidda laxa og um 800 silunga verið skráðar með þessum hætti, en þetta er annað sumarið sem boðið er upp á þessa veflausn. Þær veiðiár sem skráð hefur verið fyrir í sumar eru Leirá, Gljúfurá, Norðurá, Víðidalsá, Svalbarðsá, Norðfjarðará og Ytri-Rangá. Upplýsingar um veiði eru skráðar þar með sama sniði og þær koma fyrir í veiðibókum og eru einstakar skráningar jafnharðan sýnilegar á netinu. Notendum gefst þar kostur á að skoða upplýsingar um einstaka fiska; stærð, veiðistað og veiðarfæri, auk þess sem sjá má samtölur um veiði einstakra áa og veiðisvæða. Svo ítarleg skráning á veiði, þar sem hver einstakur fiskur er skráður ásamt upplýsingum um hann, er einsdæmi í heiminum. Á það jafnt við um hefðbundna skráningu í bækur á veiðistað og netskráninguna sömuleiðis. Veiðiskráning með þessum hætti opnar aðgengi að nýjustu veiðitölum á hverjum tíma, bætir yfirsýn yfir veiðina hverju sinni og eykur gæði veiðiskráningar, að mati umsjónarmanna. [email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Skrínan, rafræn skráning lax- og silungsveiði á vegum Veiðimálastofnunar og Fiskistofu, hefur vakið ágæt viðbrögð hjá veiðiréttarhöfum í sumar. Það sem af er veiðitímanum hafa upplýsingar um tæplega 4.000 stangveidda laxa og um 800 silunga verið skráðar með þessum hætti, en þetta er annað sumarið sem boðið er upp á þessa veflausn. Þær veiðiár sem skráð hefur verið fyrir í sumar eru Leirá, Gljúfurá, Norðurá, Víðidalsá, Svalbarðsá, Norðfjarðará og Ytri-Rangá. Upplýsingar um veiði eru skráðar þar með sama sniði og þær koma fyrir í veiðibókum og eru einstakar skráningar jafnharðan sýnilegar á netinu. Notendum gefst þar kostur á að skoða upplýsingar um einstaka fiska; stærð, veiðistað og veiðarfæri, auk þess sem sjá má samtölur um veiði einstakra áa og veiðisvæða. Svo ítarleg skráning á veiði, þar sem hver einstakur fiskur er skráður ásamt upplýsingum um hann, er einsdæmi í heiminum. Á það jafnt við um hefðbundna skráningu í bækur á veiðistað og netskráninguna sömuleiðis. Veiðiskráning með þessum hætti opnar aðgengi að nýjustu veiðitölum á hverjum tíma, bætir yfirsýn yfir veiðina hverju sinni og eykur gæði veiðiskráningar, að mati umsjónarmanna. [email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði