Reynir á ráðherrann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. september 2012 09:01 Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann. Ólafur Stephensen Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann.
Ólafur Stephensen Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira