Lygilegt snertimark tryggði Seattle sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2012 10:15 Ákvörðunin umdeilda. Nordic Photos / GEtty Images Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni. NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni.
NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira