Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki 2. október 2012 13:23 Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. „Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi. Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
„Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi.
Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07