Svíar hrifnir af íslenskri hönnun 15. október 2012 10:50 Linda segir marga Svía hafa áhuga á íslenskri hönnun en erfitt sé að nálgast hana þarlendis. mynd/úr einkasafni "Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp