Kosningastjóri forsetans vinnur fyrir Árna Pál VG skrifar 29. október 2012 11:39 Árni Páll Árnason ætlar að verja fyrsta sætið. Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira