Sóló á Suðurpólinn BBI skrifar 28. nóvember 2012 23:44 Mynd/lifsspor.is Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar. Vilborg Arna Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar.
Vilborg Arna Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira