Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2012 19:32 Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Þá mánuði hafa þeir bara flugið til að treysta á með alla flutninga því engar skipasiglingar eru heldur í hreppinn. Það er ekki bara að aka þurfi níutíu kílómetra holóttan malarveg frá Hólmavík til að komast í Árneshrepp, fyrir þremur árum hættu stjórnvöld í sparnaðarskyni að reyna að halda veginum opnum yfir háveturinn. Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, er ung móðir, sem nýlega flutti í hreppinn ásamt eiginmanni og þremur börnum. Hún segir að bættar vegasamgöngur séu númer eitt, tvö og þrjú. Hún segir Árneshrepp eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem búi við þá stöðu að hafa ekki vegasamband allt árið. Frá því í byrjun janúar og fram í miðjan mars séu þau innilokuð. Hún segir að þetta sé ekki réttlátt, því þeir sem þarna búi og starfi þurfi líka að nota vegi eins og annað fólk. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Þar kom einnig fram að erfitt er að stunda sjósókn yfir veturinn þar sem íbúarnir geta ekki ekið aflanum frá sér meðan vegirnir eru ófærir. Tækifæri til að reka ferðaþjónustu yfir vetrarmánuði eru einnig takmörkuð. Árneshreppur Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25. nóvember 2012 21:41 Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Þá mánuði hafa þeir bara flugið til að treysta á með alla flutninga því engar skipasiglingar eru heldur í hreppinn. Það er ekki bara að aka þurfi níutíu kílómetra holóttan malarveg frá Hólmavík til að komast í Árneshrepp, fyrir þremur árum hættu stjórnvöld í sparnaðarskyni að reyna að halda veginum opnum yfir háveturinn. Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, er ung móðir, sem nýlega flutti í hreppinn ásamt eiginmanni og þremur börnum. Hún segir að bættar vegasamgöngur séu númer eitt, tvö og þrjú. Hún segir Árneshrepp eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem búi við þá stöðu að hafa ekki vegasamband allt árið. Frá því í byrjun janúar og fram í miðjan mars séu þau innilokuð. Hún segir að þetta sé ekki réttlátt, því þeir sem þarna búi og starfi þurfi líka að nota vegi eins og annað fólk. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Þar kom einnig fram að erfitt er að stunda sjósókn yfir veturinn þar sem íbúarnir geta ekki ekið aflanum frá sér meðan vegirnir eru ófærir. Tækifæri til að reka ferðaþjónustu yfir vetrarmánuði eru einnig takmörkuð.
Árneshreppur Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25. nóvember 2012 21:41 Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25. nóvember 2012 21:41
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07