Ætla að auka jólastemninguna í Reykjavík 23. nóvember 2012 15:19 Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims. Jólafréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims.
Jólafréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira