Vilborg dansar við skugga á suðurskautinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 2. desember 2012 12:48 ilborg Arna Gissurardóttir, suðurskautsfari. Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér. Vilborg Arna Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér.
Vilborg Arna Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira