Kári Gunnarsson og Ragna Ingólfsdóttir hafa verið valin badmintonfólk ársins 2012. Stjórn Badmintonsambands Íslands tilkynnti valið í dag.
Ragna var fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í London í sumar auk þess að verða Íslandsmeistari í einliðaleik í níunda skipti. Enginn annar badmintonspilari hefur hampað Íslandsmeistaratitli í einliðaleik svo oft. Að auki stóð hún sig mjög vel í alþjóðlegum keppnum.
Kári Gunnarsson er Íslandsmeistari í einliðaleik og lykilmaður í landsliði Íslands. Hann hefur spilað á fyrsta velli í einliðaleik fyrir Íslands hönd.
Nánari umfjöllun um afrek Kára og Rögnu á árinu 2012 má sjá á heimasíðu Badmintonsambandsins, sjá hér.
Kári og Ragna badmintonfólk ársins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn



Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti