Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli 17. janúar 2012 08:00 Þó að litlar líkur séu á að iðnaðarsaltið sem Ölgerðin seldi sé mengað, taldi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki ástæðu til að heimila sölu umframbirgða til matvælafyrirtækja. Mynd af vef Ölgerðarinnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. [email protected] Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. [email protected]
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira