Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli 17. janúar 2012 08:00 Þó að litlar líkur séu á að iðnaðarsaltið sem Ölgerðin seldi sé mengað, taldi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki ástæðu til að heimila sölu umframbirgða til matvælafyrirtækja. Mynd af vef Ölgerðarinnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. [email protected] Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. [email protected]
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira