Falskur söngur heykvíslakórsins Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. janúar 2012 06:00 Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. „Ha, ég? Ekki satt." Hver þá? „Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær." Kynslóðum saman hefur leikurinn „Hver stal kökunni" verið kenndur íslenskum börnum. Taktfast, mónótónískt sönglið flutt við undirleik lófaklapps og lærskella virðist allsendis saklaus skemmtun. Á þriggja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar sem fagnað er í dag læðist hins vegar að manni sá grunur að leikurinn hafi gert meira en að hafa ofan af fyrir landanum. Í „Hver stal kökunni" er æskunni innrætt að axla ekki ábyrgð heldur benda einfaldlega á næsta mann. Búsáhaldabyltingin var viðbrögð við þessum landlæga ósið í kjölfar efnahagshruns sem allir létust saklausir af. Hneykslismál undanfarinna vikna kennd við salt, sílíkon og kadmíum bera hins vegar vott um að, nú, þremur árum síðar, sé inngróinn skortur á ábyrgðarkennd langt frá því að vera á undanhaldi. Hver höndin er upp á móti annarri með vísifingur sperrtan, reiðubúinn að beina sökinni á næsta mann. Seljandi iðnaðarsalts bendir á eftirlitsstofnanir; matvælaframleiðendur látast bæði blindir og ólæsir; lýtalæknir bendir á ríkið; Vigdís Hauksdóttir bendir á krata. Fólkið sem strandaði skútunni situr enn á þingi og starfsmenn bankanna sem voru á vakt láta sem ekkert hafi í skorist. Ekki er því að undra að þau okkar sem stóðu á Austurvelli í janúarmánuði 2009 vopnuð eldhúsáhöldum séu vonsvikin. Svo langeygðir virðast hins vegar sumir orðnir eftir útópíunni sem lagt var upp með, að undir formerkjunum „tilgangurinn helgar meðalið" hefja þeir heykvíslirnar á loft. Þannig upphófst falskur söngur heykvíslakórsins þegar fjölmiðlar vöktu máls á því nýverið hvort hleranir sérstaks saksóknara væru alltaf að lögum. Þetta þótti kórnum smámunasemi. Annarlegar hvatir hlutu að liggja að baki umfjölluninni. Sama var uppi á teningnum þegar forseti lagadeildar HÍ sagðist telja að mannréttindi hefðu verið brotin í meðferð dómsmáls gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Samsæriskenningar og alhæfingar sem þessar tröllríða nú öllu: „Landsdómsmálið er pólitískar ofsóknir." „Fari Geir ekki fyrir dóminn jafngildir það afneitun á hruninu." „Fari hann fyrir dóminn sekkur réttarríkið Ísland í sæ." Auðvitað skiptir máli hver stal iðnaðarsaltaðri, kadmíumkryddaðri kökunni. Hyggjumst við hins vegar ekki ganga af draumsýn búsáhaldabyltingarinnar dauðri gerum við það samkvæmt leikreglum samfélagsins, öfgalaust og án þess að sökkva niður á plan þeirra sem dældu í hana eitrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. „Ha, ég? Ekki satt." Hver þá? „Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær." Kynslóðum saman hefur leikurinn „Hver stal kökunni" verið kenndur íslenskum börnum. Taktfast, mónótónískt sönglið flutt við undirleik lófaklapps og lærskella virðist allsendis saklaus skemmtun. Á þriggja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar sem fagnað er í dag læðist hins vegar að manni sá grunur að leikurinn hafi gert meira en að hafa ofan af fyrir landanum. Í „Hver stal kökunni" er æskunni innrætt að axla ekki ábyrgð heldur benda einfaldlega á næsta mann. Búsáhaldabyltingin var viðbrögð við þessum landlæga ósið í kjölfar efnahagshruns sem allir létust saklausir af. Hneykslismál undanfarinna vikna kennd við salt, sílíkon og kadmíum bera hins vegar vott um að, nú, þremur árum síðar, sé inngróinn skortur á ábyrgðarkennd langt frá því að vera á undanhaldi. Hver höndin er upp á móti annarri með vísifingur sperrtan, reiðubúinn að beina sökinni á næsta mann. Seljandi iðnaðarsalts bendir á eftirlitsstofnanir; matvælaframleiðendur látast bæði blindir og ólæsir; lýtalæknir bendir á ríkið; Vigdís Hauksdóttir bendir á krata. Fólkið sem strandaði skútunni situr enn á þingi og starfsmenn bankanna sem voru á vakt láta sem ekkert hafi í skorist. Ekki er því að undra að þau okkar sem stóðu á Austurvelli í janúarmánuði 2009 vopnuð eldhúsáhöldum séu vonsvikin. Svo langeygðir virðast hins vegar sumir orðnir eftir útópíunni sem lagt var upp með, að undir formerkjunum „tilgangurinn helgar meðalið" hefja þeir heykvíslirnar á loft. Þannig upphófst falskur söngur heykvíslakórsins þegar fjölmiðlar vöktu máls á því nýverið hvort hleranir sérstaks saksóknara væru alltaf að lögum. Þetta þótti kórnum smámunasemi. Annarlegar hvatir hlutu að liggja að baki umfjölluninni. Sama var uppi á teningnum þegar forseti lagadeildar HÍ sagðist telja að mannréttindi hefðu verið brotin í meðferð dómsmáls gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Samsæriskenningar og alhæfingar sem þessar tröllríða nú öllu: „Landsdómsmálið er pólitískar ofsóknir." „Fari Geir ekki fyrir dóminn jafngildir það afneitun á hruninu." „Fari hann fyrir dóminn sekkur réttarríkið Ísland í sæ." Auðvitað skiptir máli hver stal iðnaðarsaltaðri, kadmíumkryddaðri kökunni. Hyggjumst við hins vegar ekki ganga af draumsýn búsáhaldabyltingarinnar dauðri gerum við það samkvæmt leikreglum samfélagsins, öfgalaust og án þess að sökkva niður á plan þeirra sem dældu í hana eitrinu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun