Borgin hjálpi skátum að kaupa Úlfljótsvatn 28. janúar 2012 08:00 Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. [email protected] Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira