200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi 22. febrúar 2012 06:00 löndun Viðsnúningurinn í sjávarútveginum er um 200 milljarðar íslenskra króna frá árslokum 2008. Fréttablaðið/ Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." [email protected] Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." [email protected]
Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira