Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum 21. mars 2012 09:00 á Hvanneyri Ríkisendurskoðun segir fjárveitingar til Landbúnaðarháskólans verða að vera í samræmi við reglur um framlög til framhalds- og háskóla, hvort sem hann verður áfram sjálfstæður háskóli eða sameinast Háskóla Íslands. Fréttablaðið/GVA Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. Jafnframt minnir stofnunin á að forstöðumenn ríkisstofnana bera samkvæmt lögum ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við fjárheimildir. Skólinn var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar kemur fram að skólinn hefur nánast frá upphafi glímt við fjárhagsvanda sem ágerst hafi með árunum. Bent er á að langstærstur hluti skulda skólans, eða 94 prósent, sé við ríkissjóð. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans." Þá gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við eignasölu Landbúnaðarháskólans á árinu 2009. Þar á meðal er sala skólans á hlut sínum í fyrirtækinu Orf líftækni ehf. fyrir 134 milljónir króna. „Kaupverðið hefur enn ekki fengist greitt og nokkur óvissa er um að svo verði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu kaupendanna." Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar er áréttað að brýnt sé að tryggja hagsmuni ríkisins vegna viðskiptanna. „Skili þau skólanum ekki raunverulegum tekjum beri að rifta kaupsamningum eða afskrifa eignirnar." Í svörum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í skýrslunni við ábendingum Ríkisendurskoðunar kemur fram að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað mjög við skólann síðustu ár. „Stjórnendur og mennta- og menningarmálaráðuneytið telja að fjárhagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að framlög ríkisins hafa ekki haldið í við þessa þróun," segir í umfjöllun Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun áréttar hins vegar að forstöðumaður beri ábyrgð á rekstri stofnunar, þar með talið að umfang starfseminnar sé í samræmi við þær fjárheimildir sem Alþingi ráðstafar til hennar á hverjum tíma. „Sníða verður verkefni skólans að fjárheimildum hans," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. [email protected] Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. Jafnframt minnir stofnunin á að forstöðumenn ríkisstofnana bera samkvæmt lögum ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við fjárheimildir. Skólinn var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar kemur fram að skólinn hefur nánast frá upphafi glímt við fjárhagsvanda sem ágerst hafi með árunum. Bent er á að langstærstur hluti skulda skólans, eða 94 prósent, sé við ríkissjóð. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans." Þá gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við eignasölu Landbúnaðarháskólans á árinu 2009. Þar á meðal er sala skólans á hlut sínum í fyrirtækinu Orf líftækni ehf. fyrir 134 milljónir króna. „Kaupverðið hefur enn ekki fengist greitt og nokkur óvissa er um að svo verði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu kaupendanna." Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar er áréttað að brýnt sé að tryggja hagsmuni ríkisins vegna viðskiptanna. „Skili þau skólanum ekki raunverulegum tekjum beri að rifta kaupsamningum eða afskrifa eignirnar." Í svörum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í skýrslunni við ábendingum Ríkisendurskoðunar kemur fram að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað mjög við skólann síðustu ár. „Stjórnendur og mennta- og menningarmálaráðuneytið telja að fjárhagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að framlög ríkisins hafa ekki haldið í við þessa þróun," segir í umfjöllun Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun áréttar hins vegar að forstöðumaður beri ábyrgð á rekstri stofnunar, þar með talið að umfang starfseminnar sé í samræmi við þær fjárheimildir sem Alþingi ráðstafar til hennar á hverjum tíma. „Sníða verður verkefni skólans að fjárheimildum hans," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. [email protected]
Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira