Obama vill láta rannsaka málið til hlítar 24. mars 2012 03:00 Bill Lee Lögreglustjórinn í Sanford vék úr embætti tímabundið meðan málið er rannsakað.nordicphotos/AFP „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
„Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira