Björk hittir Áhöfnina á Halastjörnunni Trausti Júlíusson skrifar 2. apríl 2012 17:00 Tónlist. Songs From the Top of the World. Hot Eskimos. Hot Eskimos er djasstríó skipað Karli Olgeirssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara. Songs From The Top Of The World hefur að geyma þrettán íslensk dægurlög útsett fyrir píanótríó. Lögin koma úr ýmsum áttum. Þarna er bæði Ammæli Sykurmolanna, Rúdolf Þeysara, Can't walk away Herberts Guðmundssonar og Is it true? sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision. Það er ekkert nýtt að taka dægurlög og djassa þau upp. Annað píanótríó, The Bad Plus, kemur strax upp í hugann, en meðlimir þess hafa gert út á þetta með góðum árangri síðasta áratuginn; tekið allt frá Abba og David Bowie til Aphex Twin og Interpol. Songs From The Top Of The World er að mörgu leyti mjög vel heppnuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, hvort sem við tölum um Army of me, Rúdolf, Þú komst við hjartað í mér, Fjöllin hafa vakað eða Stolt siglir fleyið mitt. Það hefði kannski mátt setja aðeins meiri trylling í þær sumar, en þetta er samt vel gert. Það besta við plötuna er lagavalið; Björk, Jóhanna Guðrún, Þeyr, Jónsi og Áhöfnin á Halastjörnunni eru allt í einu komin á alveg sama staðinn og manni finnst það ekkert skrítið! Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá. Niðurstaða: Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Songs From the Top of the World. Hot Eskimos. Hot Eskimos er djasstríó skipað Karli Olgeirssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara. Songs From The Top Of The World hefur að geyma þrettán íslensk dægurlög útsett fyrir píanótríó. Lögin koma úr ýmsum áttum. Þarna er bæði Ammæli Sykurmolanna, Rúdolf Þeysara, Can't walk away Herberts Guðmundssonar og Is it true? sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision. Það er ekkert nýtt að taka dægurlög og djassa þau upp. Annað píanótríó, The Bad Plus, kemur strax upp í hugann, en meðlimir þess hafa gert út á þetta með góðum árangri síðasta áratuginn; tekið allt frá Abba og David Bowie til Aphex Twin og Interpol. Songs From The Top Of The World er að mörgu leyti mjög vel heppnuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, hvort sem við tölum um Army of me, Rúdolf, Þú komst við hjartað í mér, Fjöllin hafa vakað eða Stolt siglir fleyið mitt. Það hefði kannski mátt setja aðeins meiri trylling í þær sumar, en þetta er samt vel gert. Það besta við plötuna er lagavalið; Björk, Jóhanna Guðrún, Þeyr, Jónsi og Áhöfnin á Halastjörnunni eru allt í einu komin á alveg sama staðinn og manni finnst það ekkert skrítið! Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá. Niðurstaða: Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp