Pólitísk kreppa Þórður Snær Júlíusson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Sitjandi ríkisstjórn er almennt illa liðin. Einungis 31% þjóðarinnar styður hana og ólíklegt virðist að það fylgi muni aukast verulega. Fyrir því eru fjórar ástæður. Í fyrsta lagi hefur hún þurft að taka erfiðari og óvinsælli ákvarðanir en líkast til nokkur önnur ríkisstjórn til að rétta af ríkisreksturinn. Margar þeirra hafa verið algjörlega nauðsynlegar og því marki brenndar að vera hugsaðar með langtímahagsmuni í huga frekar en skammtímavinsældir. Í öðru lagi lofaði hún miklu meiru en hún gat nokkurn tímann efnt. Það átti að keyra í gegn umfangsmiklar samfélagsbreytingar á nánast öllum sviðum samhliða því að endurreisa efnahagskerfi þjóðar. Verkefnin sem þó hefur verið ráðist í hafa hins vegar mörg hver verið útþynnt. Í þriðja lagi hefur hún hreinlega klúðrað mörgum málum. Ber þar að nefna framgöngu hennar í Icesave-deilunni, meðhöndlun á viljugri erlendri fjárfestingu, mislukkaða endurreisn sparisjóðakerfisins og ólögmæta kosningu til stjórnlagaráðs. Í fjórða lagi hafa lykilmenn innan stjórnarflokkanna opinberað sig sem hégómatröll sem taka eigin hagsmuni og valdafýsn fram yfir heildina. Vegna þessa verður að teljast nánast útilokað að Samfylking og Vinstrihreyfingin-grænt framboð muni geta myndað ríkisstjórn eftir komandi alþingiskosningar. Og miðað við gífuryrðin sem fallið hafa á kjörtímabilinu er nánast útilokað að stjórnarandstaðan sé tilbúin að vinna með öðrum stjórnarflokknum. Það er raunar afar erfitt að sjá hvers konar stjórn verður hægt að mynda yfir höfuð. Sjálfstæðisflokkurinn, sá eini sem gæti myndað tveggja flokka ríkisstjórn, mælist með um þriðjungsfylgi. Það er líkast til kjarnafylgi hans. Draumur hans um að mynda stjórn með Framsóknarflokknum virðist þó fjarlægur. Samanlagt fylgi þeirra er ekki nægjanlegt. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því nýverið réttilega fram að þetta litla fylgi væri vísbending um að uppgjör Sjálfstæðisflokksins við fortíðina hefði ekki tekist sem skyldi. Vegna þessa höfðar flokkurinn ekki til lausafylgis. Forystumenn hans virðast þó gera alls ekki gera sér grein fyrir því heldur umlykja sig fremur já-mönnum sem segja að það sé ómaklegt að spyrna þeim saman við óuppgerð mál. Kannanir hafa sýnt það í lengri tíma að 25-30% kjósenda munu að öllum líkindum kjósa eitthvað annað en fjórflokkinn. Valkostirnir hafa líkast til aldrei verið fleiri en enginn þeirra virðist líklegur til að hreinsa upp nægilega mikið af óánægjufylginu til að geta orðið valkostur í ríkisstjórn. Í lausafylginu felst gullið tækifæri fyrir skynsamt og jarðbundið stjórnmálaafl sem talar hvorki beint til neinna sérhagsmunahópa né lofar óframkvæmanlegri eða eyðileggjandi steypu til að tryggja sér lýðhylli. Slíkt afl virðist þó, enn sem komið er, ekki vera að finna á meðal jaðarflokkanna sem tilkynnt hafa sig til leiks. Við erum að sigla inn í kosningar við aðstæður þar sem ógjörningur virðist vera að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim valkostum sem í boði eru. Á sama tíma er traust á Alþingi í sögulegu lágmarki. Það mælist nú 10% en var 40% í febrúar 2008. Á meðal stofnana mælist einungis bankakerfið með minna traust. Það er því pólitísk kreppa framundan á sama tíma og við þurfum nauðsynlega á festu að halda. Vonandi smitar hún ekki út frá sér til annarra anga samfélagsins. Við því megum við illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Sitjandi ríkisstjórn er almennt illa liðin. Einungis 31% þjóðarinnar styður hana og ólíklegt virðist að það fylgi muni aukast verulega. Fyrir því eru fjórar ástæður. Í fyrsta lagi hefur hún þurft að taka erfiðari og óvinsælli ákvarðanir en líkast til nokkur önnur ríkisstjórn til að rétta af ríkisreksturinn. Margar þeirra hafa verið algjörlega nauðsynlegar og því marki brenndar að vera hugsaðar með langtímahagsmuni í huga frekar en skammtímavinsældir. Í öðru lagi lofaði hún miklu meiru en hún gat nokkurn tímann efnt. Það átti að keyra í gegn umfangsmiklar samfélagsbreytingar á nánast öllum sviðum samhliða því að endurreisa efnahagskerfi þjóðar. Verkefnin sem þó hefur verið ráðist í hafa hins vegar mörg hver verið útþynnt. Í þriðja lagi hefur hún hreinlega klúðrað mörgum málum. Ber þar að nefna framgöngu hennar í Icesave-deilunni, meðhöndlun á viljugri erlendri fjárfestingu, mislukkaða endurreisn sparisjóðakerfisins og ólögmæta kosningu til stjórnlagaráðs. Í fjórða lagi hafa lykilmenn innan stjórnarflokkanna opinberað sig sem hégómatröll sem taka eigin hagsmuni og valdafýsn fram yfir heildina. Vegna þessa verður að teljast nánast útilokað að Samfylking og Vinstrihreyfingin-grænt framboð muni geta myndað ríkisstjórn eftir komandi alþingiskosningar. Og miðað við gífuryrðin sem fallið hafa á kjörtímabilinu er nánast útilokað að stjórnarandstaðan sé tilbúin að vinna með öðrum stjórnarflokknum. Það er raunar afar erfitt að sjá hvers konar stjórn verður hægt að mynda yfir höfuð. Sjálfstæðisflokkurinn, sá eini sem gæti myndað tveggja flokka ríkisstjórn, mælist með um þriðjungsfylgi. Það er líkast til kjarnafylgi hans. Draumur hans um að mynda stjórn með Framsóknarflokknum virðist þó fjarlægur. Samanlagt fylgi þeirra er ekki nægjanlegt. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því nýverið réttilega fram að þetta litla fylgi væri vísbending um að uppgjör Sjálfstæðisflokksins við fortíðina hefði ekki tekist sem skyldi. Vegna þessa höfðar flokkurinn ekki til lausafylgis. Forystumenn hans virðast þó gera alls ekki gera sér grein fyrir því heldur umlykja sig fremur já-mönnum sem segja að það sé ómaklegt að spyrna þeim saman við óuppgerð mál. Kannanir hafa sýnt það í lengri tíma að 25-30% kjósenda munu að öllum líkindum kjósa eitthvað annað en fjórflokkinn. Valkostirnir hafa líkast til aldrei verið fleiri en enginn þeirra virðist líklegur til að hreinsa upp nægilega mikið af óánægjufylginu til að geta orðið valkostur í ríkisstjórn. Í lausafylginu felst gullið tækifæri fyrir skynsamt og jarðbundið stjórnmálaafl sem talar hvorki beint til neinna sérhagsmunahópa né lofar óframkvæmanlegri eða eyðileggjandi steypu til að tryggja sér lýðhylli. Slíkt afl virðist þó, enn sem komið er, ekki vera að finna á meðal jaðarflokkanna sem tilkynnt hafa sig til leiks. Við erum að sigla inn í kosningar við aðstæður þar sem ógjörningur virðist vera að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim valkostum sem í boði eru. Á sama tíma er traust á Alþingi í sögulegu lágmarki. Það mælist nú 10% en var 40% í febrúar 2008. Á meðal stofnana mælist einungis bankakerfið með minna traust. Það er því pólitísk kreppa framundan á sama tíma og við þurfum nauðsynlega á festu að halda. Vonandi smitar hún ekki út frá sér til annarra anga samfélagsins. Við því megum við illa.