Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál 5. maí 2012 13:00 Guðríður Arnardóttir og Rannveig H. Ásgeirsdóttir Fyrrverandi formaður bæjarráðs Kópavogs segir þáverandi meirihluta hafa rætt að fela bæjarstjóranum, sem átti að segja upp, annað starf á vegum bæjarins. „Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. [email protected] Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira