Syndsamlega góðir sumardrykkir í sólinni 11. maí 2012 09:00 "Við setjum fjóra nýja ferska sumardrykki á markað í dag, föstudag,“ segir Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri hjá Te og kaffi. mynd/vilhelm Kaffihúsakeðjan Te og kaffi hefur um árabil selt vinsæla kalda kaffi- og tedrykki. Það var þó ekki fyrr en síðasta sumar sem fyrirtækið fór í sérstakt markaðsátak til að kynna sumardrykki sína. Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir þau leggja meiri áherslu á sumardrykkina þegar sól hækkar á lofti. „Við setjum fjóra nýja og ferska sumardrykki á markað í dag föstudag. Að sjálfsögðu bjóðum við svo upp á aðra sumardrykki sem hafa notið vinsælda á síðustu árum," segir Kristín. Hún segir Te og kaffi hafa aukið við drykkjarúrvalið síðastliðin ár og jafnframt reynt að stíla úrvalið inn á hvern árstíma. Þannig sé aukið úrval heitra drykkja yfir veturinn á meðan kaldari drykkir fái meira pláss yfir sumartímann. „Við bjóðum áfram upp á vinsæla drykki fyrri ára eins og pippóinn. Kaffibarþjónar okkar höfðu ekki undan við að framreiða hann síðastliðið sumar. Einnig má nefna lakkrísfrappó og allt ísteið okkar, til dæmis hvíta ísteið, sem er ríkt af andoxunarefnum, græna teið og ávaxtateið. Svo er alltaf í boði að fá rjóma og karamellu- eða súkkulaðisósu á frappóinn." Kristín segir viðskiptavini hafa tekið mjög vel í sumardrykkina. Fjölskyldum þyki til dæmis sérstaklega skemmtilegt að mæta á kaffihúsin þegar allir fjölskyldumeðlimir geta fundið sér drykki við hæfi.Heilsubomba sumarsins Te og kaffi hefur selt matcha-latte yfir vetrartímann. Sá drykkur hefur verið mjög vinsæll og því fannst þeim upplagt að búa til kaldan matcha-frappó. Kristín segir drykkinn innihalda matcha-telaufin sem teljist til ofurfæðu. „Matcha-te er framleitt úr hágæða japönskum telaufum. Laufin innihalda 10-15 sinnum fleiri næringarefni en annað grænt te og margfalt fleiri andoxunarefni en til dæmis bláber, spínat og spergilkál." Kristín segir matcha-te innihalda allt telaufið en ekki seyði telaufanna eins og önnur græn te. „Matcha-frappó er uppáhaldsdrykkurinn minn í dag enda er mér umhugað um allt sem er hollt og gott."Syndsamlega góður drykkur Sumardrykkurinn í ár verður án efa oreo-frappó," segir Kristín. Eins og nafnið gefur til kynna er drykkurinn meðal annars búinn til úr hinum vinsælu Oreo-kexkökum. Hún segir drykkinn vera syndsamlega góðan. „Oreo-kexið passar alveg einstaklega vel með kaffinu. Ef ég vil gera vel við mig fæ ég mér svona drykk." Hún segir drykkinn verða enn betri sé rjóma og súkkulaði- eða karamellusósu bætt við hann.Ljúffengur brennsludrykkur Oolong-te hefur verið kallað megrunarte. Að sögn Kristínar eykur það fitubrennslu og auðveldar meltingu. Hingað til hafa margir kælt teið og tekið með sér í líkamsræktina. „Okkur langaði til að kynna betur hollustu tesins í gegnum sumardrykkina svo Daníel, sem er kaffibarþjónn hjá okkur, bjó til þennan snilldardrykk. Oolong- og engifer-smoothie er því mjög hollur og góður sumardrykkur enda bætum við pressuðum engifer út í hann ásamt mangó- og epla-smoothie. Virkilega ferskur og svalandi drykkur."Krydduð sumargleði Te og kaffi hefur í langan tíma boðið upp á chai-latte sem er heitur kryddaður tedrykkur. Fyrir sumarið var ákveðið að bjóða upp á kaldan chai-tedrykk og úr varð chai-frappó. Kristín segir marga sem smakkað hafa heita drykkinn telja að um kaffidrykk sé að ræða. „Þeir sem elska chai-latte munu kunna vel að meta þennan drykk." Heilsa Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Kaffihúsakeðjan Te og kaffi hefur um árabil selt vinsæla kalda kaffi- og tedrykki. Það var þó ekki fyrr en síðasta sumar sem fyrirtækið fór í sérstakt markaðsátak til að kynna sumardrykki sína. Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir þau leggja meiri áherslu á sumardrykkina þegar sól hækkar á lofti. „Við setjum fjóra nýja og ferska sumardrykki á markað í dag föstudag. Að sjálfsögðu bjóðum við svo upp á aðra sumardrykki sem hafa notið vinsælda á síðustu árum," segir Kristín. Hún segir Te og kaffi hafa aukið við drykkjarúrvalið síðastliðin ár og jafnframt reynt að stíla úrvalið inn á hvern árstíma. Þannig sé aukið úrval heitra drykkja yfir veturinn á meðan kaldari drykkir fái meira pláss yfir sumartímann. „Við bjóðum áfram upp á vinsæla drykki fyrri ára eins og pippóinn. Kaffibarþjónar okkar höfðu ekki undan við að framreiða hann síðastliðið sumar. Einnig má nefna lakkrísfrappó og allt ísteið okkar, til dæmis hvíta ísteið, sem er ríkt af andoxunarefnum, græna teið og ávaxtateið. Svo er alltaf í boði að fá rjóma og karamellu- eða súkkulaðisósu á frappóinn." Kristín segir viðskiptavini hafa tekið mjög vel í sumardrykkina. Fjölskyldum þyki til dæmis sérstaklega skemmtilegt að mæta á kaffihúsin þegar allir fjölskyldumeðlimir geta fundið sér drykki við hæfi.Heilsubomba sumarsins Te og kaffi hefur selt matcha-latte yfir vetrartímann. Sá drykkur hefur verið mjög vinsæll og því fannst þeim upplagt að búa til kaldan matcha-frappó. Kristín segir drykkinn innihalda matcha-telaufin sem teljist til ofurfæðu. „Matcha-te er framleitt úr hágæða japönskum telaufum. Laufin innihalda 10-15 sinnum fleiri næringarefni en annað grænt te og margfalt fleiri andoxunarefni en til dæmis bláber, spínat og spergilkál." Kristín segir matcha-te innihalda allt telaufið en ekki seyði telaufanna eins og önnur græn te. „Matcha-frappó er uppáhaldsdrykkurinn minn í dag enda er mér umhugað um allt sem er hollt og gott."Syndsamlega góður drykkur Sumardrykkurinn í ár verður án efa oreo-frappó," segir Kristín. Eins og nafnið gefur til kynna er drykkurinn meðal annars búinn til úr hinum vinsælu Oreo-kexkökum. Hún segir drykkinn vera syndsamlega góðan. „Oreo-kexið passar alveg einstaklega vel með kaffinu. Ef ég vil gera vel við mig fæ ég mér svona drykk." Hún segir drykkinn verða enn betri sé rjóma og súkkulaði- eða karamellusósu bætt við hann.Ljúffengur brennsludrykkur Oolong-te hefur verið kallað megrunarte. Að sögn Kristínar eykur það fitubrennslu og auðveldar meltingu. Hingað til hafa margir kælt teið og tekið með sér í líkamsræktina. „Okkur langaði til að kynna betur hollustu tesins í gegnum sumardrykkina svo Daníel, sem er kaffibarþjónn hjá okkur, bjó til þennan snilldardrykk. Oolong- og engifer-smoothie er því mjög hollur og góður sumardrykkur enda bætum við pressuðum engifer út í hann ásamt mangó- og epla-smoothie. Virkilega ferskur og svalandi drykkur."Krydduð sumargleði Te og kaffi hefur í langan tíma boðið upp á chai-latte sem er heitur kryddaður tedrykkur. Fyrir sumarið var ákveðið að bjóða upp á kaldan chai-tedrykk og úr varð chai-frappó. Kristín segir marga sem smakkað hafa heita drykkinn telja að um kaffidrykk sé að ræða. „Þeir sem elska chai-latte munu kunna vel að meta þennan drykk."
Heilsa Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira