Forsetinn er ekki upp á punt 14. maí 2012 21:00 Andrea Jóhanna Ólafsdóttir. Myndir/Pjetur Andrea Jóhanna Ólafsdóttir tilkynnti um þátttöku sína í forsetaslagnum þann 1. maí síðastliðinn. Það var engin tilviljun að framboðið bæri upp á alþjóðlegan baráttudag verkafólks. Hún vill færa völdin til fólksins og segist ætla að vera verkfæri þess, nái hún kjöri. Henni þykir umræðuna um málefni forsetans skorta innihald og vonar að það muni breytast. „Aldrei hafa fleiri boðið sig fram til forseta. Allir þessir kostir hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Fólk þarf að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji nýta forsetaembættið. Ég er á þeirri skoðun að ef það á að vera upp á punt – með manneskju í brúnni sem gerir ekki annað en að opna viðburði, klippa á borða, fara erlendis og kynna land og þjóð – þá sé það óþarft. Þetta allt er í raun aukahlutverk forsetans. Það er kominn sá tími í sögu lýðveldisins að þjóðin verður að sameinast um að ná betri árangri með lýðræðið og hjálpa Alþingi til þess að láta verkin tala." Vill hlúa að lýðræðinuAndrea segir það skýrt í stjórnarskrá að forseti Íslands sé hluti af stjórnskipun og hafi bæði löggjafar- og framkvæmdavald. Vegna þess að Alþingi hafi sögulega verið táknrænt fyrir sjálfstæði þjóðarinnar sé erfitt að horfast í augu við að þjóðþinginu sé að mistakast hlutverk sitt. Hún segir þjóðina lengi hafa kallað eftir lýðræðisumbótum og nú sé kominn tími til að sýna þinginu meira aðhald. Það hafi almenningur ekki kost á að gera í dag, öðruvísi en að kjósa sér fulltrúa sem er tilbúinn að verða milligönguliður fyrir beina aðkomu fólksins. „Ég vil vera lýðræðislegt verkfæri fólksins. Ég bið um umboð til að gæta að lýðræðinu, hlúa að því þannig að það verði öruggara og traustara í framtíðinni. Við eigum ekki að deila í ár og áratugi um málefni sem ríkur meirihluti er fyrir. Við eigum að starfa þannig að lýðræðið virki. Þá leysast hlutirnir og ná fram að ganga," segir Andrea. Meginmarkmið framboðsinsÍ hnotskurn gengur framboð Andreu út á að hún fái umboð þjóðarinnar til að láta meirihlutaviljann ná fram að ganga. Til þess að það verði þurfi að veita þinginu aðhald. „Ég bið um umboð til þess að beita mér, innan ramma stjórnarskrárinnar, fyrir þremur málum: Almennum leiðréttingum lána og afnámi verðtryggingar og að lágmarkslaun miðist við að dekka lágmarksframfærsluviðmið í okkar samfélagi. Þetta eru réttlætismál sem löggjafar- og framkvæmdavaldinu hefur ekki tekist að leysa í áraraðir. Jafnframt vil ég beita mér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslur verði lögfestar." Andrea spyr hvernig þjóðin ætli að ná þessum stóru meirihlutamálum fram. „Íslenskir stjórnmálaflokkar framfylgja ekki samþykktum landsfunda þeirra – þeir hafa til dæmis allir ályktað um leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar, en ekkert gerist. Um leið og við höfum skýra sýn á það að ná árangri og höfum skýr markmið að stefna að munum við öðlast sátt. Það sem íslenska þjóðin þarf á að halda núna er að ná árangri og finna til öryggis. Um leið og við náum árangri og náum fram okkar meirihlutavilja í náinni framtíð mun það leiða til þess að Alþingi fer að vanda til verka í þágu meirihlutaviljans og við sem þjóð endurvekjum traust okkar til þjóðþingsins." Of snemmt að spá um fylgiðAndrea blæs á allt tal um að hún hafi verið of sein að tilkynna um framboð sitt og telur að þorri kjósenda hafi ekki enn kynnt sér stefnumál forsetaframbjóðenda. „Ég held að margir geri sér enga grein fyrir því hversu mikla möguleika framboð mitt hefur. Ég held ég muni hreyfa töluvert við fylgi þeirra sem nú mælast með mest fylgi. 90 prósent þjóðarinnar treysta ekki Alþingi. Það er grafalvarleg staða í lýðræðisþjóðfélagi. Ég tel að sú sýn sem ég hef, að fólkið sjálft taki ákvörðun um að veita þinginu meira aðhald, muni birtast öðrum en mér í meira mæli á komandi vikum og að þjóðin muni átta sig á að það sé einmitt það sem hún þarf á að halda núna. Ég held það sé allt of snemmt að spá fyrir um mitt fylgi enn sem komið er." Heiðarleg hugsjónamanneskjaÁætlanir Andreu, um að þiggja aðeins lágmarkslaun þar til ákveðnum markmiðum hefur verið náð, hafa verið kallaðar lýðskrum. Andrea segir þær þvert á móti skýra leið til að ná árangri.Sjálf lýsir Andrea sér sem heiðarlegri hugsjónamanneskju, sem hafi mikla ábyrgðartilfinningu og djúpstæða umhyggju fyrir landi og þjóð. „Það er eitthvað sem knýr mig áfram til þess að starfa fyrir samfélagið. Ég hef gert það í sjálfboðavinnu árum saman. Ég hef sterkan vilja til umbóta, til þess að laga eða hlúa að því sem miður fer." Andrea á þrjú börn og er í sambúð með Hrafni H. Malmquist stjórnmálafræðingi. Hún telur aldur sinn og fjölskylduhagi ekki munu hafa áhrif á störf hennar sem forseta, nema til hins betra. „Eiginleikar, gildi og geta fólks er ekki háð aldri. Nú verð ég fertug í sumar og er því ári eldri en Bjarni Benediktsson þegar hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann á fjögur börn." Hún segist heyra það á umræðunni að stemning sé fyrir því að fá aftur konu í embætti forseta Íslands. „Það var gríðarlegt jafnréttisskref sem þjóðin tók þegar Vigdís var kosin. Sjálf er ég að sjálfsögðu hlynnt því að búa í samfélagi sem leggur áherslu á jafnrétti. Ef kona er hæf og verðugur fulltrúi þjóðarinnar, þá kjósum við hana, að sjálfsögðu." Samstaða á heimilinuNái Andrea kjöri er ljóst að líf hennar og fjölskyldunnar allrar mun taka stakkaskiptum. Það vefst ekki fyrir Andreu. „Við Hrafn tókum þessa ákvörðun saman og hann stendur eins og klettur við hlið mér. Hann skilur orðið femínisti á sama hátt og ég, sem einstakling sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki verið náð og að það þurfi að gera eitthvað í því. Við teljum bæði að fólk sem er lífsförunautar eigi að standa jafnfætis og vinna með hvort öðru." Hún segir þau Hrafn hafa tekið ákvörðun um að halda börnum sínum frá kastljósi fjölmiðlanna og vitnar í orð Vigdísar Finnbogadóttur sem sagðist hafa kunnað að meta það mjög við þjóðina að sýna henni þá virðingu að einkalíf hennar og barn væru ekki sífellt í fjölmiðlum. „Ef það verður framtíð þeirra að vera börn forseta munum við ekki stilla þeim upp í kastljós fjölmiðlanna. Ég tel það vera ábyrgð mína sem móður að haga málunum þannig." Allt annað en lýðskrumFrá því að Andrea tilkynnti um framboð sitt hefur verið gefið í skyn að henni sé ekki alvara með framboðinu og þá hafa áætlanir hennar um að þiggja aðeins lágmarkslaun, þar til ákveðnum markmiðum hefur verið náð, verið kallaðar lýðskrum. Þetta kemur Andreu ekki á óvart. „Ég reiknaði með þessu, því framboð mitt krefst þess af fólki að það hugsi út fyrir rammann. Ég myndi samt vilja hvetja fólk til að taka umræðuna málefnalega og velta því vel fyrir sér hvort frambjóðendur hafi eitthvað að segja og hvort það sem þeir leggja til gagnist þjóðinni. Tillaga mín um lágmarkslaunin á ekkert skylt við lýðskrum. Með þessu vil ég setja fordæmi fyrir þingmenn, en það er rétt að taka fram að þetta er aðferðarfræði til að ná árangri og er hugsað sem tímabundin aðgerð því ég á von á því að ná árangri mjög hratt. Ef þingmenn væru á lágmarkslaunum tímabundið á meðan þeir ættu að leysa þessi verkefni myndum við sjá hlutina breytast mjög fljótt. Við sem samfélag eigum að bera virðingu fyrir störfum allra og allir eiga að geta séð fyrir sér. Við eigum ekki að líta framhjá því að það er ákveðinn fjöldi fólks sem á ekki til mat fyrir börnin sín í lok mánaðar. Lánamál heimila, að laun dekki framfærslu og lýðræðisumbætur eru þau mál sem ég vil beita mér fyrir. Ég er tilbúin að vinna á lágmarkslaunum þar til fyrstu tveimur markmiðunum hefur verið náð og mun gefa restina til góðra málefna. Ég mun stofna forsetasjóð og er tilbúin að gefa allt að helmingi launa minna eftir að markmiðunum hefur verið náð. Það vil ég gera af því ég vil leggja áherslu á örlæti, nægjusemi og hófsemi, sem eru gildi sem ég hef alltaf lifað eftir. Þetta er ekki lýðskrum heldur skýr og örugg leið til að ná fram þessum markmiðum á mjög skömmum tíma." Spurt og svarað1.Hvernig túlkar þú hlutverk og valdsvið forseta Íslands? Forsetinn er bæði hluti af framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann hafnað lögum og sett þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann getur líka látið leggja fram frumvarp til laga. Því ákvæði á ekki að þurfa að beita, nema í undantekningartilvikum. Það er margt sem stjórnarskráin gefur forsetanum heimild til að gera. Ef þjóðin kræfist þess til dæmis að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga væri það skylda forsetans að gera það. Vilji þeirra sem samþykktu og mótuðu stjórnarskrána á sínum tíma var sá að forsetinn og þingið veittu hvoru öðru aðhald. Þeir settu inn þann öryggisventil að 3/4 þings gætu krafist þess að forsetinn færi frá. Sú ákvörðun færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir ákváðu líka að forsetinn yrði þjóðkjörinn, en ekki kjörinn af þinginu. Að mínu mati er mjög skýrt í stjórnarskránni að forsetaembættið átti aldrei að vera til skrauts. Forsetinn á auðvitað líka að vera málsvari þjóðarinnar á erlendum vettvangi, en hann á alls ekki að vera milligönguliður einstakra fyrirtækja.2.Hvert yrði þitt fyrsta verk sem forseti? Mitt fyrsta verk yrði að kalla til þjóðfundar, því þjóðin þarf að móta forsetaembættið betur. Þjóðin hefur verið að taka áhugaverð skref með lýðræðið, með þjóðfundunum sem hér hafa verið haldnir. Ég vil halda áfram á þeirri braut. Slembivalinn þjóðfundur gefur góða mynd af því sem meirihlutavilji er fyrir. Þess vegna legg ég fram þessa tillögu um að kalla saman þjóðfund, til að ræða og móta viðmiðunarreglur fyrir embætti forsetans. Við erum komin að krossgötum og nú er komið að því að við þurfum að velja hvort eigi að nota forsetaembættið til að styrkja lýðræðið eða ekki. Eftir að hafa kallað saman þjóðfund myndi ég fara um landið og tala við fólkið sjálft, til að ná því fram hver vilji þjóðarinnar er. Út frá þessari vinnu yrðu gerðar viðmiðunarreglur, sem ég myndi vinna eftir. Þessar hugmyndir miðast við það að þjóðin sjálf á að móta forsetaembættið og ég vonast til að þjóðin muni sjá möguleikana til þess að styrkja lýðræðið með svipuðum hætti og ég hef sjálf komið auga á.3.Hvar stendur þú í pólitík og hvernig mun það hafa áhrif á störf þín sem forseti? Ég er hvergi í pólitík. Þau málefni sem ég hef lagt áherslu á eru yfir flokkslínur hafin. Ég hef tekið þátt í pólitískum störfum fyrir vinstri græn á árum áður en ég lít svo á að það hafi verið ákveðið skref til þess að læra að það er ekki minn vettvangur. Lýðræðið er það málefni sem er mér mikilvægast og ég vil styrkja það. Ég vil leggja alla áherslu á að það sé alltaf meirihlutavilji þjóðarinnar sem nái fram að ganga. Það finnst mér algjörlega yfir flokkslínur hafið. Ég hef ákveðið að ég muni aldrei kjósa í Alþingiskosningum nái ég kjöri. Ég mun aldrei taka afstöðu með neinum flokki, því þá yrði ég komin út af þeirri línu að hefja embættið yfir flokkapólitík. Andrea í hnotskurn Andrea er 39 ára, fædd 2. ágúst 1972 og ólst upp á Húsavík.Börn hennar eru Atli Finnsson, fæddur 2000, Bogi Malmquist, fæddur 2009 og Lísa Bríet Malmquist, fædd 2010.Hún er dóttir Ólafs Ármanns Sigurðssonar sjómanns og Þórunnar Ástrósar Sigurðardóttur, sem lést árið 2011.Hún er í sambúð með Hrafni H. Malmquist, stjórnmálafræðingi og meistaranema í bókasafns- og upplýsingafræði. Andrea hefur stundað margvíslegt nám á háskólastigi, meðal annars á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða.Síðasta starf sem hún gegndi var verkefnastjórn frístundaheimilis fyrir Reykjavíkurborg, þar sem hún hafði umsjón með 120 börnum og 15 til 20 starfsmönnum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir tilkynnti um þátttöku sína í forsetaslagnum þann 1. maí síðastliðinn. Það var engin tilviljun að framboðið bæri upp á alþjóðlegan baráttudag verkafólks. Hún vill færa völdin til fólksins og segist ætla að vera verkfæri þess, nái hún kjöri. Henni þykir umræðuna um málefni forsetans skorta innihald og vonar að það muni breytast. „Aldrei hafa fleiri boðið sig fram til forseta. Allir þessir kostir hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Fólk þarf að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji nýta forsetaembættið. Ég er á þeirri skoðun að ef það á að vera upp á punt – með manneskju í brúnni sem gerir ekki annað en að opna viðburði, klippa á borða, fara erlendis og kynna land og þjóð – þá sé það óþarft. Þetta allt er í raun aukahlutverk forsetans. Það er kominn sá tími í sögu lýðveldisins að þjóðin verður að sameinast um að ná betri árangri með lýðræðið og hjálpa Alþingi til þess að láta verkin tala." Vill hlúa að lýðræðinuAndrea segir það skýrt í stjórnarskrá að forseti Íslands sé hluti af stjórnskipun og hafi bæði löggjafar- og framkvæmdavald. Vegna þess að Alþingi hafi sögulega verið táknrænt fyrir sjálfstæði þjóðarinnar sé erfitt að horfast í augu við að þjóðþinginu sé að mistakast hlutverk sitt. Hún segir þjóðina lengi hafa kallað eftir lýðræðisumbótum og nú sé kominn tími til að sýna þinginu meira aðhald. Það hafi almenningur ekki kost á að gera í dag, öðruvísi en að kjósa sér fulltrúa sem er tilbúinn að verða milligönguliður fyrir beina aðkomu fólksins. „Ég vil vera lýðræðislegt verkfæri fólksins. Ég bið um umboð til að gæta að lýðræðinu, hlúa að því þannig að það verði öruggara og traustara í framtíðinni. Við eigum ekki að deila í ár og áratugi um málefni sem ríkur meirihluti er fyrir. Við eigum að starfa þannig að lýðræðið virki. Þá leysast hlutirnir og ná fram að ganga," segir Andrea. Meginmarkmið framboðsinsÍ hnotskurn gengur framboð Andreu út á að hún fái umboð þjóðarinnar til að láta meirihlutaviljann ná fram að ganga. Til þess að það verði þurfi að veita þinginu aðhald. „Ég bið um umboð til þess að beita mér, innan ramma stjórnarskrárinnar, fyrir þremur málum: Almennum leiðréttingum lána og afnámi verðtryggingar og að lágmarkslaun miðist við að dekka lágmarksframfærsluviðmið í okkar samfélagi. Þetta eru réttlætismál sem löggjafar- og framkvæmdavaldinu hefur ekki tekist að leysa í áraraðir. Jafnframt vil ég beita mér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslur verði lögfestar." Andrea spyr hvernig þjóðin ætli að ná þessum stóru meirihlutamálum fram. „Íslenskir stjórnmálaflokkar framfylgja ekki samþykktum landsfunda þeirra – þeir hafa til dæmis allir ályktað um leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar, en ekkert gerist. Um leið og við höfum skýra sýn á það að ná árangri og höfum skýr markmið að stefna að munum við öðlast sátt. Það sem íslenska þjóðin þarf á að halda núna er að ná árangri og finna til öryggis. Um leið og við náum árangri og náum fram okkar meirihlutavilja í náinni framtíð mun það leiða til þess að Alþingi fer að vanda til verka í þágu meirihlutaviljans og við sem þjóð endurvekjum traust okkar til þjóðþingsins." Of snemmt að spá um fylgiðAndrea blæs á allt tal um að hún hafi verið of sein að tilkynna um framboð sitt og telur að þorri kjósenda hafi ekki enn kynnt sér stefnumál forsetaframbjóðenda. „Ég held að margir geri sér enga grein fyrir því hversu mikla möguleika framboð mitt hefur. Ég held ég muni hreyfa töluvert við fylgi þeirra sem nú mælast með mest fylgi. 90 prósent þjóðarinnar treysta ekki Alþingi. Það er grafalvarleg staða í lýðræðisþjóðfélagi. Ég tel að sú sýn sem ég hef, að fólkið sjálft taki ákvörðun um að veita þinginu meira aðhald, muni birtast öðrum en mér í meira mæli á komandi vikum og að þjóðin muni átta sig á að það sé einmitt það sem hún þarf á að halda núna. Ég held það sé allt of snemmt að spá fyrir um mitt fylgi enn sem komið er." Heiðarleg hugsjónamanneskjaÁætlanir Andreu, um að þiggja aðeins lágmarkslaun þar til ákveðnum markmiðum hefur verið náð, hafa verið kallaðar lýðskrum. Andrea segir þær þvert á móti skýra leið til að ná árangri.Sjálf lýsir Andrea sér sem heiðarlegri hugsjónamanneskju, sem hafi mikla ábyrgðartilfinningu og djúpstæða umhyggju fyrir landi og þjóð. „Það er eitthvað sem knýr mig áfram til þess að starfa fyrir samfélagið. Ég hef gert það í sjálfboðavinnu árum saman. Ég hef sterkan vilja til umbóta, til þess að laga eða hlúa að því sem miður fer." Andrea á þrjú börn og er í sambúð með Hrafni H. Malmquist stjórnmálafræðingi. Hún telur aldur sinn og fjölskylduhagi ekki munu hafa áhrif á störf hennar sem forseta, nema til hins betra. „Eiginleikar, gildi og geta fólks er ekki háð aldri. Nú verð ég fertug í sumar og er því ári eldri en Bjarni Benediktsson þegar hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann á fjögur börn." Hún segist heyra það á umræðunni að stemning sé fyrir því að fá aftur konu í embætti forseta Íslands. „Það var gríðarlegt jafnréttisskref sem þjóðin tók þegar Vigdís var kosin. Sjálf er ég að sjálfsögðu hlynnt því að búa í samfélagi sem leggur áherslu á jafnrétti. Ef kona er hæf og verðugur fulltrúi þjóðarinnar, þá kjósum við hana, að sjálfsögðu." Samstaða á heimilinuNái Andrea kjöri er ljóst að líf hennar og fjölskyldunnar allrar mun taka stakkaskiptum. Það vefst ekki fyrir Andreu. „Við Hrafn tókum þessa ákvörðun saman og hann stendur eins og klettur við hlið mér. Hann skilur orðið femínisti á sama hátt og ég, sem einstakling sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki verið náð og að það þurfi að gera eitthvað í því. Við teljum bæði að fólk sem er lífsförunautar eigi að standa jafnfætis og vinna með hvort öðru." Hún segir þau Hrafn hafa tekið ákvörðun um að halda börnum sínum frá kastljósi fjölmiðlanna og vitnar í orð Vigdísar Finnbogadóttur sem sagðist hafa kunnað að meta það mjög við þjóðina að sýna henni þá virðingu að einkalíf hennar og barn væru ekki sífellt í fjölmiðlum. „Ef það verður framtíð þeirra að vera börn forseta munum við ekki stilla þeim upp í kastljós fjölmiðlanna. Ég tel það vera ábyrgð mína sem móður að haga málunum þannig." Allt annað en lýðskrumFrá því að Andrea tilkynnti um framboð sitt hefur verið gefið í skyn að henni sé ekki alvara með framboðinu og þá hafa áætlanir hennar um að þiggja aðeins lágmarkslaun, þar til ákveðnum markmiðum hefur verið náð, verið kallaðar lýðskrum. Þetta kemur Andreu ekki á óvart. „Ég reiknaði með þessu, því framboð mitt krefst þess af fólki að það hugsi út fyrir rammann. Ég myndi samt vilja hvetja fólk til að taka umræðuna málefnalega og velta því vel fyrir sér hvort frambjóðendur hafi eitthvað að segja og hvort það sem þeir leggja til gagnist þjóðinni. Tillaga mín um lágmarkslaunin á ekkert skylt við lýðskrum. Með þessu vil ég setja fordæmi fyrir þingmenn, en það er rétt að taka fram að þetta er aðferðarfræði til að ná árangri og er hugsað sem tímabundin aðgerð því ég á von á því að ná árangri mjög hratt. Ef þingmenn væru á lágmarkslaunum tímabundið á meðan þeir ættu að leysa þessi verkefni myndum við sjá hlutina breytast mjög fljótt. Við sem samfélag eigum að bera virðingu fyrir störfum allra og allir eiga að geta séð fyrir sér. Við eigum ekki að líta framhjá því að það er ákveðinn fjöldi fólks sem á ekki til mat fyrir börnin sín í lok mánaðar. Lánamál heimila, að laun dekki framfærslu og lýðræðisumbætur eru þau mál sem ég vil beita mér fyrir. Ég er tilbúin að vinna á lágmarkslaunum þar til fyrstu tveimur markmiðunum hefur verið náð og mun gefa restina til góðra málefna. Ég mun stofna forsetasjóð og er tilbúin að gefa allt að helmingi launa minna eftir að markmiðunum hefur verið náð. Það vil ég gera af því ég vil leggja áherslu á örlæti, nægjusemi og hófsemi, sem eru gildi sem ég hef alltaf lifað eftir. Þetta er ekki lýðskrum heldur skýr og örugg leið til að ná fram þessum markmiðum á mjög skömmum tíma." Spurt og svarað1.Hvernig túlkar þú hlutverk og valdsvið forseta Íslands? Forsetinn er bæði hluti af framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann hafnað lögum og sett þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann getur líka látið leggja fram frumvarp til laga. Því ákvæði á ekki að þurfa að beita, nema í undantekningartilvikum. Það er margt sem stjórnarskráin gefur forsetanum heimild til að gera. Ef þjóðin kræfist þess til dæmis að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga væri það skylda forsetans að gera það. Vilji þeirra sem samþykktu og mótuðu stjórnarskrána á sínum tíma var sá að forsetinn og þingið veittu hvoru öðru aðhald. Þeir settu inn þann öryggisventil að 3/4 þings gætu krafist þess að forsetinn færi frá. Sú ákvörðun færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir ákváðu líka að forsetinn yrði þjóðkjörinn, en ekki kjörinn af þinginu. Að mínu mati er mjög skýrt í stjórnarskránni að forsetaembættið átti aldrei að vera til skrauts. Forsetinn á auðvitað líka að vera málsvari þjóðarinnar á erlendum vettvangi, en hann á alls ekki að vera milligönguliður einstakra fyrirtækja.2.Hvert yrði þitt fyrsta verk sem forseti? Mitt fyrsta verk yrði að kalla til þjóðfundar, því þjóðin þarf að móta forsetaembættið betur. Þjóðin hefur verið að taka áhugaverð skref með lýðræðið, með þjóðfundunum sem hér hafa verið haldnir. Ég vil halda áfram á þeirri braut. Slembivalinn þjóðfundur gefur góða mynd af því sem meirihlutavilji er fyrir. Þess vegna legg ég fram þessa tillögu um að kalla saman þjóðfund, til að ræða og móta viðmiðunarreglur fyrir embætti forsetans. Við erum komin að krossgötum og nú er komið að því að við þurfum að velja hvort eigi að nota forsetaembættið til að styrkja lýðræðið eða ekki. Eftir að hafa kallað saman þjóðfund myndi ég fara um landið og tala við fólkið sjálft, til að ná því fram hver vilji þjóðarinnar er. Út frá þessari vinnu yrðu gerðar viðmiðunarreglur, sem ég myndi vinna eftir. Þessar hugmyndir miðast við það að þjóðin sjálf á að móta forsetaembættið og ég vonast til að þjóðin muni sjá möguleikana til þess að styrkja lýðræðið með svipuðum hætti og ég hef sjálf komið auga á.3.Hvar stendur þú í pólitík og hvernig mun það hafa áhrif á störf þín sem forseti? Ég er hvergi í pólitík. Þau málefni sem ég hef lagt áherslu á eru yfir flokkslínur hafin. Ég hef tekið þátt í pólitískum störfum fyrir vinstri græn á árum áður en ég lít svo á að það hafi verið ákveðið skref til þess að læra að það er ekki minn vettvangur. Lýðræðið er það málefni sem er mér mikilvægast og ég vil styrkja það. Ég vil leggja alla áherslu á að það sé alltaf meirihlutavilji þjóðarinnar sem nái fram að ganga. Það finnst mér algjörlega yfir flokkslínur hafið. Ég hef ákveðið að ég muni aldrei kjósa í Alþingiskosningum nái ég kjöri. Ég mun aldrei taka afstöðu með neinum flokki, því þá yrði ég komin út af þeirri línu að hefja embættið yfir flokkapólitík. Andrea í hnotskurn Andrea er 39 ára, fædd 2. ágúst 1972 og ólst upp á Húsavík.Börn hennar eru Atli Finnsson, fæddur 2000, Bogi Malmquist, fæddur 2009 og Lísa Bríet Malmquist, fædd 2010.Hún er dóttir Ólafs Ármanns Sigurðssonar sjómanns og Þórunnar Ástrósar Sigurðardóttur, sem lést árið 2011.Hún er í sambúð með Hrafni H. Malmquist, stjórnmálafræðingi og meistaranema í bókasafns- og upplýsingafræði. Andrea hefur stundað margvíslegt nám á háskólastigi, meðal annars á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða.Síðasta starf sem hún gegndi var verkefnastjórn frístundaheimilis fyrir Reykjavíkurborg, þar sem hún hafði umsjón með 120 börnum og 15 til 20 starfsmönnum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira