Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi 12. júní 2012 00:30 sprengjuregn í homs Þessi mynd er skjáskot úr myndbandi sem var birt á netinu í gær og sýnir mikinn fjölda sprenginga í borginni Homs. fréttablaðið/ap Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. [email protected] Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira