Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur 14. júní 2012 03:00 Þóra Arnórsdóttir heilsaði upp á yngstu kynslóð Grindvíkinga, sem beið í röð eftir að fá að heilsa forsetaframbjóðandanum. Fréttablaðið/Anton Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." [email protected] Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." [email protected]
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira