Til hamingju með sigurinn, Ástþór Pawel Bartoszek skrifar 29. júní 2012 10:00 Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslenskan ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir frambjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem „sameiningartákn þjóðarinnar" og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmyndir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða. Auðvitað væri það langsótt söguskýring að halda því fram að Ástþór hafi með framboðum sínum 1996 og 2004 breytt forsetaembættinu. Heiðurinn af þeim breytingum á Ólafur Ragnar Grímsson nokkuð skuldlaust. Hins vegar verður ekki sagt að þær fyrirætlanir Ólafs að virkja völd embættisins og gera það pólitískara hafi verið ljósar í kosningabaráttunni fyrir sextán árum. Þótt vissulega hafi þá eitthvað verið rætt um synjunarvald forseta og hlutverk hans sem öryggisventils, var athyglin á fortíð Ólafs Ragnars öllu meiri. Sú skoðun að hann væri umdeildur stjórnmálamaður og gæti því ekki ræktað hlutverk sitt sem „sameiningartákns" hafði mun meira vægi í umræðunni en skoðanir hans á valdheimildum embættisins. Enda var ekkert sem benti þá til að þær væru róttækar. Allavega ekkert mjög róttækar miðað við hugmyndir Ástþórs. Forseti til allsÍ því litrófi skoðana sem núverandi forsetaframbjóðendur hafa á hlutverki embættisins væri Ástþór Magnússon eiginlega miðjumaður. Skoðum áhersluatriði hans. Í fyrsta lagi lofaði hann því að hann myndi vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði ef hann teldi ekki meirihlutavilja fyrir þeim meðal þjóðarinnar. Mér sýnist bæði Andrea og Ólafur vera nú á svipaðri línu, þ.e.a.s. að málskotsrétturinn sé ekki einungis bremsa sem beri að nota í algerri neyð, heldur sé fullkomlega réttlætanlegt að nýta hann til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um átakamál. Í öðru lagi vildi Ástþór nota embættið í þágu friðarmála. Það er ekkert nýtt að forsetar hafi sín áherslusvið. Vigdís studdi skógrækt og Ólafur Ragnar notaði embættið til að (ef við notum hlutlaust orðalag) kynna íslenskt viðskiptalíf á erlendri grundu. Áhersla á hernaðarlegt hlutleysi ætti raunar í okkar stjórnskipan að vera ákveðin af þingstuddri ríkisstjórn en, aftur, sú skoðun að forsetinn hefði talsvert frelsi í mótun eigin utanríkisstefnu virðist nú ekki lengur vera jaðarskoðun meðal frambjóðenda (þ.m.t. sitjandi forseta). Minnst tveir frambjóðendur til forseta virðast þannig hafa sömu eða róttækari hugmynd um valdsvið forseta en Ástþór hafði árið 1996. Þau ræða um það af fullri alvöru að forseti geti rofið þing, jafnvel án aðkomu forsætisráðherra. Rætt er um að forseti hafi sjálfstætt vald til að leggja fram frumvörp fyrir þingið, og sumir telja jafnvel sniðugt að hann geri það. Andrea hefur meira að segja lýst því yfir að hún myndi reka nokkra ráðherra úr ríkisstjórninni. Hver veit, kannski munu menn í næstu forsetakosningum ekki lengur rífast um hvort þetta sé hægt, heldur hvaða ráðherra hafi verið rétt hjá Ólafi að reka? Breyttar leikreglur breyta leiknum. Í umræðu um fyrri Icesave-samninginn gerðist það að sumir þingmenn (t.d. Ásmundur Einar) kusu með lögunum um leið og þeir hvöttu forsetann til að hafna þeim. Þingmenn gátu því vísað ábyrgðinni á forsetann og forsetinn gat vísað henni á þjóðina. En kannski hefði forsetinn ekki þurft að grípa til málskotsins ef þingmenn hefðu vitað að ákvörðun þeirra væri sannarlega endanleg? Draumur um bjargvættinnNorðurlöndin virðast ágætisstaður til að búa á. Hið norræna þingræði byggir á sterkum þingum, samsteypustjórnum og ákveðnu jafnvægi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hlutverk þjóðhöfðingja í því kerfi hefur hingað til helst til verið formlegt og þótt annars konar stjórnkerfi gæti vel gengið þá er það ekki það kerfi sem við á Norðurlöndunum höfum búið við. Það er að einhverju leyti skiljanlegt að sumir frambjóðendur vilji, líkt og Ástþór forðum, ná eyrum fólks með því að ætla að virkja flest völd embættisins, auðvitað „til góðs". Hugmyndin um réttsýnan og valdamikinn forseta kann að vera aðlaðandi. En pössum okkur á því hvers við óskum okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Pawel Bartoszek Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslenskan ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir frambjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem „sameiningartákn þjóðarinnar" og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmyndir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða. Auðvitað væri það langsótt söguskýring að halda því fram að Ástþór hafi með framboðum sínum 1996 og 2004 breytt forsetaembættinu. Heiðurinn af þeim breytingum á Ólafur Ragnar Grímsson nokkuð skuldlaust. Hins vegar verður ekki sagt að þær fyrirætlanir Ólafs að virkja völd embættisins og gera það pólitískara hafi verið ljósar í kosningabaráttunni fyrir sextán árum. Þótt vissulega hafi þá eitthvað verið rætt um synjunarvald forseta og hlutverk hans sem öryggisventils, var athyglin á fortíð Ólafs Ragnars öllu meiri. Sú skoðun að hann væri umdeildur stjórnmálamaður og gæti því ekki ræktað hlutverk sitt sem „sameiningartákns" hafði mun meira vægi í umræðunni en skoðanir hans á valdheimildum embættisins. Enda var ekkert sem benti þá til að þær væru róttækar. Allavega ekkert mjög róttækar miðað við hugmyndir Ástþórs. Forseti til allsÍ því litrófi skoðana sem núverandi forsetaframbjóðendur hafa á hlutverki embættisins væri Ástþór Magnússon eiginlega miðjumaður. Skoðum áhersluatriði hans. Í fyrsta lagi lofaði hann því að hann myndi vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði ef hann teldi ekki meirihlutavilja fyrir þeim meðal þjóðarinnar. Mér sýnist bæði Andrea og Ólafur vera nú á svipaðri línu, þ.e.a.s. að málskotsrétturinn sé ekki einungis bremsa sem beri að nota í algerri neyð, heldur sé fullkomlega réttlætanlegt að nýta hann til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um átakamál. Í öðru lagi vildi Ástþór nota embættið í þágu friðarmála. Það er ekkert nýtt að forsetar hafi sín áherslusvið. Vigdís studdi skógrækt og Ólafur Ragnar notaði embættið til að (ef við notum hlutlaust orðalag) kynna íslenskt viðskiptalíf á erlendri grundu. Áhersla á hernaðarlegt hlutleysi ætti raunar í okkar stjórnskipan að vera ákveðin af þingstuddri ríkisstjórn en, aftur, sú skoðun að forsetinn hefði talsvert frelsi í mótun eigin utanríkisstefnu virðist nú ekki lengur vera jaðarskoðun meðal frambjóðenda (þ.m.t. sitjandi forseta). Minnst tveir frambjóðendur til forseta virðast þannig hafa sömu eða róttækari hugmynd um valdsvið forseta en Ástþór hafði árið 1996. Þau ræða um það af fullri alvöru að forseti geti rofið þing, jafnvel án aðkomu forsætisráðherra. Rætt er um að forseti hafi sjálfstætt vald til að leggja fram frumvörp fyrir þingið, og sumir telja jafnvel sniðugt að hann geri það. Andrea hefur meira að segja lýst því yfir að hún myndi reka nokkra ráðherra úr ríkisstjórninni. Hver veit, kannski munu menn í næstu forsetakosningum ekki lengur rífast um hvort þetta sé hægt, heldur hvaða ráðherra hafi verið rétt hjá Ólafi að reka? Breyttar leikreglur breyta leiknum. Í umræðu um fyrri Icesave-samninginn gerðist það að sumir þingmenn (t.d. Ásmundur Einar) kusu með lögunum um leið og þeir hvöttu forsetann til að hafna þeim. Þingmenn gátu því vísað ábyrgðinni á forsetann og forsetinn gat vísað henni á þjóðina. En kannski hefði forsetinn ekki þurft að grípa til málskotsins ef þingmenn hefðu vitað að ákvörðun þeirra væri sannarlega endanleg? Draumur um bjargvættinnNorðurlöndin virðast ágætisstaður til að búa á. Hið norræna þingræði byggir á sterkum þingum, samsteypustjórnum og ákveðnu jafnvægi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hlutverk þjóðhöfðingja í því kerfi hefur hingað til helst til verið formlegt og þótt annars konar stjórnkerfi gæti vel gengið þá er það ekki það kerfi sem við á Norðurlöndunum höfum búið við. Það er að einhverju leyti skiljanlegt að sumir frambjóðendur vilji, líkt og Ástþór forðum, ná eyrum fólks með því að ætla að virkja flest völd embættisins, auðvitað „til góðs". Hugmyndin um réttsýnan og valdamikinn forseta kann að vera aðlaðandi. En pössum okkur á því hvers við óskum okkur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun