Akureyrarborg fengi skýrara hlutverk gagnvart ríkinu 31. ágúst 2012 08:00 Úr bæ í borg? Bæjarstjóra Akureyrar finnst ekki skipta nokkru máli hvort Akureyri er bær eða borg.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Með því að skilgreina Akureyri sem borg yrði hlutverk hennar og ábyrgð skýrari gagnvart ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Engin ákvæði eru í lögum sem tilgreina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf að uppfylla til að fá borgartitil. Þóroddur sendi bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar nýverið fyrirspurn um álit þeirra á þessari mögulegu breytingu. „Þetta gæti einfaldað ákveðin mál, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins," segir Þóroddur. „Þetta mundi skýra betur þjónustuhlutverk sjúkrahússins í samhengi við hvernig heilbrigðiskerfi á að byggja upp sem er nógu stórt fyrir landshlutann." Gagnvart ríkinu segir Þóroddur að borgartitill gæti skýrt hví Akureyri fær hluti sem önnur bæjarfélög fá ekki sem og ábyrgðarhlutverk hennar vegna þess. Engin fordæmi eru fyrir þessu hér á landi og telur Þóroddur að nóg sé að bæjaryfirvöld ákveði að breyta skilgreiningunni. „Ef þau lýsa því yfir að bærinn verði borg frá áramótum, þá verður það bara þannig." Reykjavík var skilgreind sem borg árið 1962, en þá voru íbúarnir um 75 þúsund. Akureyri er fjórði stærsti bær landsins, með átján þúsund íbúa, og sá stærsti utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúafjöldi Kópavogs er næstmestur á eftir Reykjavík, en þar búa rúmlega 31 þúsund íbúar. Nýverið kom sú hugmynd upp að Kópavogur yrði skilgreindur sem borg í ljósi íbúafjöldans. Þóroddur segir það ekki duga til. „Kópavogur getur verið öflugt og gott samfélag, en hefur ekki mikið þjónustuhlutverk út fyrir bæjarmörkin," segir hann. „Reykjavík er lítil í alþjóðlegu samhengi, en sinnir því sem hún á að sinna sem höfuðborg. Því verður Kópavogur aldrei borg, sama hvað hann er stór." Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, kallar málið orðaleik. „Mér finnst þetta ekki skipta neinu máli," segir hann. „Vissulega er eðlilegt að hugmyndin komi upp og hún rædd, en okkur hefur liðið ágætlega sem bær í 150 ár og líður sennilega ágætlega í önnur eins." Akureyri vikublað greindi frá því í gær að Jón Gnarr borgarstjóri, sem staddur var á Akureyri í tilefni afmælishátíðar bæjarins, hefði tekið afar vel í hugmyndina. „Mér finnst það löngu tímabært að Akureyri breytist úr bæ í borg og styð það heils hugar," sagði borgarstjórinn. [email protected] Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Með því að skilgreina Akureyri sem borg yrði hlutverk hennar og ábyrgð skýrari gagnvart ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Engin ákvæði eru í lögum sem tilgreina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf að uppfylla til að fá borgartitil. Þóroddur sendi bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar nýverið fyrirspurn um álit þeirra á þessari mögulegu breytingu. „Þetta gæti einfaldað ákveðin mál, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins," segir Þóroddur. „Þetta mundi skýra betur þjónustuhlutverk sjúkrahússins í samhengi við hvernig heilbrigðiskerfi á að byggja upp sem er nógu stórt fyrir landshlutann." Gagnvart ríkinu segir Þóroddur að borgartitill gæti skýrt hví Akureyri fær hluti sem önnur bæjarfélög fá ekki sem og ábyrgðarhlutverk hennar vegna þess. Engin fordæmi eru fyrir þessu hér á landi og telur Þóroddur að nóg sé að bæjaryfirvöld ákveði að breyta skilgreiningunni. „Ef þau lýsa því yfir að bærinn verði borg frá áramótum, þá verður það bara þannig." Reykjavík var skilgreind sem borg árið 1962, en þá voru íbúarnir um 75 þúsund. Akureyri er fjórði stærsti bær landsins, með átján þúsund íbúa, og sá stærsti utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúafjöldi Kópavogs er næstmestur á eftir Reykjavík, en þar búa rúmlega 31 þúsund íbúar. Nýverið kom sú hugmynd upp að Kópavogur yrði skilgreindur sem borg í ljósi íbúafjöldans. Þóroddur segir það ekki duga til. „Kópavogur getur verið öflugt og gott samfélag, en hefur ekki mikið þjónustuhlutverk út fyrir bæjarmörkin," segir hann. „Reykjavík er lítil í alþjóðlegu samhengi, en sinnir því sem hún á að sinna sem höfuðborg. Því verður Kópavogur aldrei borg, sama hvað hann er stór." Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, kallar málið orðaleik. „Mér finnst þetta ekki skipta neinu máli," segir hann. „Vissulega er eðlilegt að hugmyndin komi upp og hún rædd, en okkur hefur liðið ágætlega sem bær í 150 ár og líður sennilega ágætlega í önnur eins." Akureyri vikublað greindi frá því í gær að Jón Gnarr borgarstjóri, sem staddur var á Akureyri í tilefni afmælishátíðar bæjarins, hefði tekið afar vel í hugmyndina. „Mér finnst það löngu tímabært að Akureyri breytist úr bæ í borg og styð það heils hugar," sagði borgarstjórinn. [email protected]
Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira