Hyggjast selja þyrluna hérlendis 1. september 2012 08:00 Yfir jöklinum Matthias Vogt og Markus Nescher hafa ferðast um allt land á þyrlunni. Fólk hefur því víða rekið upp stór augu.mynd/markus Nescher Matthias Vogt, þyrlueigandi og flugmaður, ætlar að selja fisþyrlu sína hérlendis. Hann flaug henni ásamt Markusi Nescher, félaga sínum, hingað til lands í lok júlí og hafa þeir ferðast um landið síðan. Vísir.is fjallaði um það á fimmtudag að ævintýramennirnir frá Liechtenstein hefðu tekið eldsneyti á bensínstöð Atlantsolíu í Hveragerði. Það hafa þeir raunar gert um allt land í sumar enda er þyrlan svo létt að hægt er að ýta henni upp að dælunni. Íslenskir þyrlueigendur hafa margir hverjir rekið upp stór augu þegar Vogt hefur flogið yfir, enda slíkar þyrlur sjaldséðar á Íslandi. „Svona grip rekur ekki á fjörur landsmanna á hverjum degi," segir Hugi Hreiðarsson en hann er í forsvari fyrir Vogt hér á landi. Þyrlan er af gerðinni Robinson 44 sem er mjög vinsæl meðal lögreglu og fjölmiðla um allan heim. Hún kostar rúmar tuttugu milljónir króna en Vogt flaug henni frá Liechtenstein yfir Ermarsundið og til Hjaltlandseyja og Íslands með viðkomu í Færeyjum. „Þeir eru staddir núna hjá Hala í Suðursveit og eru í raun veðurtepptir," segir Hugi. Seljist þyrlan ekki hér verður hún flutt með Norrænu til baka á meginland Evrópu. - bþh Fréttir Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Matthias Vogt, þyrlueigandi og flugmaður, ætlar að selja fisþyrlu sína hérlendis. Hann flaug henni ásamt Markusi Nescher, félaga sínum, hingað til lands í lok júlí og hafa þeir ferðast um landið síðan. Vísir.is fjallaði um það á fimmtudag að ævintýramennirnir frá Liechtenstein hefðu tekið eldsneyti á bensínstöð Atlantsolíu í Hveragerði. Það hafa þeir raunar gert um allt land í sumar enda er þyrlan svo létt að hægt er að ýta henni upp að dælunni. Íslenskir þyrlueigendur hafa margir hverjir rekið upp stór augu þegar Vogt hefur flogið yfir, enda slíkar þyrlur sjaldséðar á Íslandi. „Svona grip rekur ekki á fjörur landsmanna á hverjum degi," segir Hugi Hreiðarsson en hann er í forsvari fyrir Vogt hér á landi. Þyrlan er af gerðinni Robinson 44 sem er mjög vinsæl meðal lögreglu og fjölmiðla um allan heim. Hún kostar rúmar tuttugu milljónir króna en Vogt flaug henni frá Liechtenstein yfir Ermarsundið og til Hjaltlandseyja og Íslands með viðkomu í Færeyjum. „Þeir eru staddir núna hjá Hala í Suðursveit og eru í raun veðurtepptir," segir Hugi. Seljist þyrlan ekki hér verður hún flutt með Norrænu til baka á meginland Evrópu. - bþh
Fréttir Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira