Dýrustu kartöflur á Íslandi Sigurður Árni Þórðarson skrifar 3. september 2012 06:00 Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóðviljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóðaþurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Svo hringdu aðrir og spurðu hvort þeir gætu ekki fengið þessa óbyggðu lóð? Og enn vísaði pabbi á mömmu. Þar fengu framkvæmdamenn heimsins fullkomlega skýr svör. Nei, þeir gætu ekki fengið þessa lóð af því að hún væri notuð til kartöflu- og kálræktar. ?En hættið þið ekki bráðum þessari garðrækt?? ?Nei,? sagði mamma ákveðin. Það var alveg sama hvað skynsemi heimsins spurði um, hvað fjármálamennirnir buðu og hvað praktískt hyggjuvitið bar upp. Lóðin á Tómasarhaga 18 var ekki fyrir byggingu af steinsteypu og járni, heldur viðkvæmar byggingar jurta sem nutu verndar, athygli, ástúðar og elsku mömmu. Nokkrir krakkar í götunni sögðu: ?Mamma þín er skrítin því hún ræktar kartöflur. Getur hún ekki keypt þær úti í búð eins og mömmur okkar?? Þegar við bárum upp þessi eineltisefni setti mamma son sinn og dóttur á stól og skýrði málið. Hún skýrði út, að margt fólk héldi að moldarvinna væri ekki fín. En því miður hefði það bara ekki skilið meira eða betur en þetta. Hún væri að rækta því hún væri ræktunarkona. Hún hefði gaman af jurtunum og það væri gott fæði sem hún ræktaði. Þar að auki veldi hún sér sjálf atvinnu, sparaði heimilinu peninga, sem við gætum notað í eitthvað skemmtilegt í stað þess að kaupa kartöflur og kál. Mamma var græn í hugsun og svo var það auðvitað alveg sjálfgefið að Guð elskaði afstöðu hennar og starf. Kartöflurnar hennar voru betri en annarra, kálið hennar stórvaxnara og ljúffengara en í búðinni. Mamma var í leynibandalagi með Guði, sem skapar og elskar fólk sem ræktar. Svo fengu nágrannarnir sendingu úr garðinum þegar haustaði af því maður deilir með öðrum gæðum garðs og heims. Þegar mamma nálgaðist nírætt treysti hún sér ekki lengur að rækta í öllum 500 fermetrunum eins og áður. Hún seldi stóru lóðina en hélt áfram að rækta í þremur beðum til æviloka. Mamma miðlaði hollri lífsleikni og að grænt er sálarvænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóðviljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóðaþurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Svo hringdu aðrir og spurðu hvort þeir gætu ekki fengið þessa óbyggðu lóð? Og enn vísaði pabbi á mömmu. Þar fengu framkvæmdamenn heimsins fullkomlega skýr svör. Nei, þeir gætu ekki fengið þessa lóð af því að hún væri notuð til kartöflu- og kálræktar. ?En hættið þið ekki bráðum þessari garðrækt?? ?Nei,? sagði mamma ákveðin. Það var alveg sama hvað skynsemi heimsins spurði um, hvað fjármálamennirnir buðu og hvað praktískt hyggjuvitið bar upp. Lóðin á Tómasarhaga 18 var ekki fyrir byggingu af steinsteypu og járni, heldur viðkvæmar byggingar jurta sem nutu verndar, athygli, ástúðar og elsku mömmu. Nokkrir krakkar í götunni sögðu: ?Mamma þín er skrítin því hún ræktar kartöflur. Getur hún ekki keypt þær úti í búð eins og mömmur okkar?? Þegar við bárum upp þessi eineltisefni setti mamma son sinn og dóttur á stól og skýrði málið. Hún skýrði út, að margt fólk héldi að moldarvinna væri ekki fín. En því miður hefði það bara ekki skilið meira eða betur en þetta. Hún væri að rækta því hún væri ræktunarkona. Hún hefði gaman af jurtunum og það væri gott fæði sem hún ræktaði. Þar að auki veldi hún sér sjálf atvinnu, sparaði heimilinu peninga, sem við gætum notað í eitthvað skemmtilegt í stað þess að kaupa kartöflur og kál. Mamma var græn í hugsun og svo var það auðvitað alveg sjálfgefið að Guð elskaði afstöðu hennar og starf. Kartöflurnar hennar voru betri en annarra, kálið hennar stórvaxnara og ljúffengara en í búðinni. Mamma var í leynibandalagi með Guði, sem skapar og elskar fólk sem ræktar. Svo fengu nágrannarnir sendingu úr garðinum þegar haustaði af því maður deilir með öðrum gæðum garðs og heims. Þegar mamma nálgaðist nírætt treysti hún sér ekki lengur að rækta í öllum 500 fermetrunum eins og áður. Hún seldi stóru lóðina en hélt áfram að rækta í þremur beðum til æviloka. Mamma miðlaði hollri lífsleikni og að grænt er sálarvænt.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun