Jafngildir milljón í kjaraskerðingu 27. september 2012 06:30 SAmstaða Lífeindafræðingar, sem eitt sinn kölluðust meinatæknar, mótmæltu bágum kjörum í gær. Fréttablaðið/GVa Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006. „Svo lögðum við líka fram tillögu um að byrjunarlaun lífeindafræðings, sem eru 260 þúsund á mánuði í dag, hækki um hundrað þúsund. Það er síst of hátt miðað við að í skipulagsbreytingum síðustu ára höfum við tekið á okkur launalækkanir og aukið vinnuálag sem jafngildir tæpri milljón í tekjuskerðingu á ári," segir Edda Sóley. Hún bætir því við að staðan í stéttinni sé orðin váleg. „Unga fólkið flýr og það er engin nýliðun því fólkið vill ekki vinna fyrir þessi skítalaun allan ársins hring, allan sólarhringinn. Þess vegna er staðan orðin sú að meðalaldur hjá okkur er rúm fimmtíu ár." Edda Sóley segir að talsverður kurr hafi komið upp í tengslum við umræðuna um fyrirhugaða launahækkun forstjóra Landspítalans. „Þegar þetta kom upp varð ákveðin viðhorfsbreyting hjá fólki, sem áður hafði unnið út frá því að vera þátttakandi í liði. Þarna fann ráðherra hins vegar fjármuni fyrir einn starfsmann, en þá hlýtur að vera til aðeins fyrir okkur líka. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt." - þj Fréttir Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006. „Svo lögðum við líka fram tillögu um að byrjunarlaun lífeindafræðings, sem eru 260 þúsund á mánuði í dag, hækki um hundrað þúsund. Það er síst of hátt miðað við að í skipulagsbreytingum síðustu ára höfum við tekið á okkur launalækkanir og aukið vinnuálag sem jafngildir tæpri milljón í tekjuskerðingu á ári," segir Edda Sóley. Hún bætir því við að staðan í stéttinni sé orðin váleg. „Unga fólkið flýr og það er engin nýliðun því fólkið vill ekki vinna fyrir þessi skítalaun allan ársins hring, allan sólarhringinn. Þess vegna er staðan orðin sú að meðalaldur hjá okkur er rúm fimmtíu ár." Edda Sóley segir að talsverður kurr hafi komið upp í tengslum við umræðuna um fyrirhugaða launahækkun forstjóra Landspítalans. „Þegar þetta kom upp varð ákveðin viðhorfsbreyting hjá fólki, sem áður hafði unnið út frá því að vera þátttakandi í liði. Þarna fann ráðherra hins vegar fjármuni fyrir einn starfsmann, en þá hlýtur að vera til aðeins fyrir okkur líka. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt." - þj
Fréttir Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira